Skírnir - 01.09.1989, Page 46
296
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKIRNIR
okkar. Ekki fellur það í flokk „ævisagna", og bréfaformið ruglar
okkur kannski í ríminu; Bréf til Láru er til dæmis allt annars eðlis
en Dyr í vegginn (1958) eftir Guðmund Böðvarsson, sem þó er
óvenjuleg íslensk skáldsaga að því leyti að hún er, eins og verk
Þórbergs, eitt sendibréf.
Endurfœding og átrúnadur
I viðtalsbókinni / kompaníi við allífið, sem Matthías Johannessen
skráði, segir Þórbergur: „Það var svo lítill ákafinn í mér að verða
frægur, að ég skrifaði enga bók í sjö ár, eftir að ég lauk við Bréf til
Láru.“8 En auðvitað var Þórbergur þá þegar orðinn frægur og
skýringa er að leita annarsstaðar; ef til vill í einu af lykilorðunum í
lífsspeki Þórbergs: endurfæðingu.
Þórbergur talar iðulega um að hann endurfæðist til ákveðinna
starfa eða áhugamála; hann er ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur
þegar hann greinir frá endurfæðingum sínum,9 en nákvæmustu út-
listunina er að finna í „Endurfæðingarkrónikunni“ sem Stefán Ein-
arsson birti í áðurnefndri bók sinni. Krónikan er skrifuð árið 1934
og þá eru endurfæðingarnar orðnar sex.
Endurfæðing felur í sér nýja lífsstefnu, nýjan átrúnað; nýr sann-
færingarmáttur gagntekur Þórberg og stýrir lífsháttum hans. Og
hér er ekki um innantóman gamanleik að ræða heldur gagnger átök
sem fela í sér áhættu fyrir persónuleika manns og heimsmynd.
Vissulega endurfæðast flestir menn einu sinni eða oftar á lífsleið-
inni, til dæmis þegar þeir verða ástfangnir eða eignast börn, en oft-
ast breytist fólk hægt og sígandi og í hálfgerðu meðvitundarleysi;
stundum þannig að það „deyr“ inn í borgaralegt líferni og efnis-
hyggju. Þórbergur leitast við að lifa endurfæðingar sínar af fuilum
mætti og tilfinningu. Þannig fer það saman að hann finnur nýja
sannfæringu ná tökum á sér og að hann situr sjálfur við stjórnvöl
lífs síns og tekur ákvarðanir um hvaða farveg skuli búa hinum nýja
átrúnaði.
Fimmta endurfæðingin hefst einmitt hálfu ári eftir að Bréf til
Láru kemur út: „Endurfæðist hægt og kurteislega með hálftíma
lestri á dag inn í Esperanto.“ I maímánuði 1925, þegar Halldór
Laxness er líklega staddur í Róm á leið til Taormínu að skrifa
Vefarann, hefst þessi endurfæðing Þórbergs „á rakarastofu Sigurð-