Skírnir - 01.09.1989, Side 47
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
297
ar Ólafssonar, meðan ég var að lesa auglýsingaspjald, sem hékk á
veggnum og á voru letruð þessi gómsætu orð: „Saftin er gerð úr
sykri og berjum eins og bezta útlend saft“, sem nú hefur reynzt að
vera lygi.“ Ef marka má orð Þórbergs hefur esperantónám hans
ekki verið neitt smáræðisátak: „I júlímánuði 1926 er þessi endur-
fæðing búin að ganga svo frá mér, að ég fyrirlít allt annað en Esper-
anto og esperantobókmenntir í næstu 6 ár. Las Esperanto 10 til 20
klukkutíma á sólarhring. Varð að lesa á kamrinum, hvað þá heldur
þar, sem betri var lyktin.“10
Mér finnst ekki fráleitt að esperantó-æði Þórbergs sé visst and-
svar hans við þeirri upplausn merkingarheima sem á sér stað í Bréfi
til Láru -þar sem við sjáum fara fram æðisgengna leit að tungumáli
eða tjáningarmáta; hvert orðræðuformið er leitt fram á eftir öðru
og öllum hafnað, eða, réttara sagt, þau eru öll íklædd neikvæði sínu
með háði og skopstælingum. Ritlist Þórbergs er sprottin af grót-
esku virðingarleysi gagnvart flestum þeim samböndum tungumáls
og veruleika sem fólk treystir á. Það er athyglisvert að þetta hugtak,
„gróteskur", sem talsvert hefur borið á í bókmenntaumræðu síð-
ustu ára, t. d. í tengslum við karnivalskenningar Mikhails
Bakhtin,11 skýtur upp kollinum í æskuskrifum Þórbergs, m. a. í
hinni grótesku grein „Ræða spekingsins“ en hún birtist í Braga,
handskrifuðu blaði sem Þórbergur skrif aði í á árunum 1910-1911:
Þegar eg var ómentaður eins og þið, var eg guðlaus og gródiskur í mér; en
síðan eg varð mentaður maður .. . hefi eg séð hve galið það er að trúa ekki
því sem manni er sagt um dýrð hins æðsta og vélráð Satans.12
Með gróteskum skopstælingum sínum grefur Þórbergur undan
dýrð alls þess sem upphafið er og hátíðlegt. Slík uppreisn og mót-
vitund skapar áðurnefnt tómarúm tjáningar; það verður mjög
óljóst hvar haldreipi er yfirleitt að finna í merkingarheimi Þórbergs
og það þrátt fyrir ýmsar pólitískar yfirlýsingar. Að vissu leyti kann
þetta sameiningarafl, Babelstungan esperantó, að fylla tómarúmið.
Hún er jafnframt birtingarmynd þeirrar alþjóðahyggju sem Þór-
bergur hallast að í pólitískum efnum. Maðurinn sem í Bréfi tilLáru
hafði af háskalegri snilld tætt í sig margskonar hefðbundin viðhorf,
þar á meðal flestan viðtekinn bókmenntasmekk, er sáttur við margt
á esperantó; „jafnvel hálfgildings eldhúsreyfarar verða honum