Skírnir - 01.09.1989, Síða 49
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
299
„trúarafstöðu til hlutanna“. Þórbergur svarar ritdómnum og vill
gera skýran mun á trú sinni og kirkjulegum átrúnaði. Allt frá æsku
„hefi ég æfinlega talið mig í hópi þeirra manna, sem megnastan við-
bjóð hafa á trúarbrögðum, kirkju og helgisiðum“. Hann segir trú-
arlega rómantík sína vera „óbifandi trú áþennan heim ogþetta líf“,
falda í „eldi þeirrar sannfæringar, sem er ávöxtur af seytján ára
hugsun, lífi og lestri“.17
Að lesa pistilinn
Getum við ornað okkur við sannfæringareld Þórbergs? Okkur
kann að þykja heimsmynd samtímans gjörólík þeirri lífssýn sem
Þórbergur miðlar af andagift. Ymsum finnst öll róttæk stjórnmála-
forysta hafa brugðist í jafnt stórum sem smáum stíl, félagslegar
hugsjónir broslegar og öll barátta gegn „kerfinu“ unnin fyrir gýg.
Margir taka bara þátt í leiknum og eru kannski „öngþveitismenn“,
en þeir þótti Þórbergi manna leiðinlegastir: „Mennirnir, sem eru
búnir að missa trú á allt, trú á mennina, trú á þróunina, vegna þess
að margt hefur gengið öðruvísi í heiminum í nokkra áratugi en
æskilegt hefði verið.“18 Sannfæringarmáttur Þórbergs er vissulega
ögrun við alla slíka uppgjafarhugsun. Jafnframt hljótum við þó að
meta hugsjónir hans af gagnrýni og sjálf efnismeðferð Þórbergs í
veigamestu ritum hans ýtir undir slíka gagnrýni. Þar er hugsjónum,
átrúnaðinum, ekki pakkað í umbúðir forræðishyggju, sem er and-
stæða endurfæðingar, heldur verða þær liður í „baráttu gegn veru-
leikanum", eins og segir í Bréfi tilLáru.191 slíkri baráttu og mótvit-
und liggur helsta ögrun Þórbergs, í verkum sem eru uppfull af „nei-
kvæðri þekkingu“ andspænis smásálarlegri skapgerð samfélagsins
jafnt sem af kímnu virðingarleysi fyrir kerfisbundinni hugsun og
stöðluðum skilningi, þar á meðal fyrir sjálfum mörkum og „eðlis-
þáttum“ bókmenntanna. Fáir rithöfundar hugsa eins ögrandi og
skemmtilega og Þórbergur Þórðarson.
Hér erum við komin að þriðju leiðinni sem Þórbergur hefur
kannski séð opnast við endurfæðinguna til ritstarfa 1933. Sá Þór-
bergur ekki hugsanlega fram á að geta tekið upp þráðinn frá fíréfi
til Láru? Arið 1933 kemur nefnilega út ein merkilegasta bók
Þórbergs: Pistilinn skrifaði... I. I hana er safnað bréfum og pistl-
um frá næstliðnum árum; hluti efnisins hafði birst áður, þ. e. a. s.