Skírnir - 01.09.1989, Page 50
300
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
„Ljós úr austri“, „Eldvígslan" og „Opið bréf til Árna Sigurðssonar,
fríkirkjuprests“, en annað birtist í fyrsta sinn, t. d. „Lýrisk
vatnsorkusálsýki” og bréf til Vilmundar Jónssonar og Kristínar
Guðmundsdóttur.
I heild er þetta rit stórmerkileg formtilraun og jafnvel ekki síðra
dæmi um formleit höfundar en Bréf til Láru. Þórbergur lætur spila
saman á einni bók níu pistla úr ólíkum áttum - í bókinni lesum við
hreint skopefni, lífsspekiþulur og játningaregistur, gjósandi ádeilu,
ferðasögur; gróteskar lýsingar á konunglegu norsku mannvirki
sem er byggingarfræðilega skylt kamri í Suðursveit, dæmi um
trúarofsa Norðmanna og undurfurðulega lýsingu á því hvernig
Þórbergur mígur á næturþeli í skóhlífina sína er hann gistir í heima-
vistarskólanum í þeim leiðinlega bæ Voss í Noregi:20
Fimm sinnum um nóttina barmafyllti ég skóhlífina. Og fimm sinnum lét ég
innihaldið buna grasíöst niður með húshliðinni í hnitmiðuðum takti við
vatnrennslið fram af klettunum, hlustandi, skimandi og hvimandi í allar
áttir. Púls 120.
Lesandi skynjar hér kannski textatengsl við „Lýriska vatnsorku-
sálsýki“, þar sem segir frá manni er þjáist af einkennilegum kvilla.
„Hann leitar að ám og lækjum eins og vönkuð kind, situr þar og
rær og því hraðar eftir því sem straumhraðinn er meiri."21 Þór-
bergur, sem er að sjálfsögðu baðvanur maður og titlar sig „practi-
sérandi specialisti í hydrodynamic" (40), segir að þessi þráláti sjúk-
dómur sé ævagamall „og sérstaklega algengur í menningarlöndum.
Oll póetísk ofurmenni hafa þjáðst meira og minna af þessum hvim-
leiða kvilla“ (33). Meginhluti sálsýkiþáttarins er bréf skrifað presti
nokkrum sem ávarpaður er á þessa leið: „Virðulegur, eðalborinn
sauðasmali drottins vorsjesú Krists. Átjándi kaflinníBréfitil Láru
yfirhellist og upplýsi yðar formyrkvaða, drottinlega embætti"
(32). Næsta bréf í bókinni er svo hið kunna „Opna bréf til Árna
Sigurðssonar, fríkirkjuprests" sem fær ærlega gusu frá Þórbergi.
Og Þórbergi finnst ekki úr vegi að birta sem síðasta pistil ritsins
furðulega dæmisögu, „Hinn miskunnsama stjórnmálamann", sem
ég held að gefi ekkert eftir, nema síður sé, dæmisögunni frægu um
morgun hins efsta dags sem Þórbergur samdi með hliðsjón af verki
eftir Oscar Wilde og setti aftast í Bréf til Láru.22