Skírnir - 01.09.1989, Page 53
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
303
um sem því riti tengjast. Þau áform voru kannski ekki raunsæ með
hliðsjón af íslenskum aðstæðum, en það er hægt að benda á merka
erlenda rithöfunda sem finna skáldgáfu sinni farveg í ýmsum „los-
aralegum“, opnum formum eða smágreinum fremur en í viður-
kenndum bókmenntagreinum. Þetta gilti til dæmis undantekn-
ingalítið um þýska höfundinn Kurt Tucholsky (1890-1935). Upp
í hugann koma líka hinar svokölluðu „dagbækur" svissneska höf-
undarins Max Frisch (f. 1911), þar sem margskonar pistlum ægir
saman innan dagbókarrammans. Bandaríski Parísarhöfundurinn
Gertrude Stein (1874-1946) var full óþols gagnvart ráðandi bók-
menntagreinum, skopstældi þær og togaði langt út fyrir velsæmis-
mörk að flestra mati; skrifaði auk þess mannlýsingar, sem menn
hafa reynt að skýra með hliðsjón af kúbískum málverkum, og ýmsa
aðra skringilega texta sem ögra mjög greinavitund lesandans;
stundum er líkt og við séum að upplifa nýja bókmenntagrein í
mptun.29
Eitt athyglisverðasta dæmið um það hvernig rithöfundar leitast
við að finna sér sérstakan vettvang fyrir hvers konar smágreina-rit-
störf er að finna hjá austurríska höfundinum Karl Kraus (1874—
1936). Hann gaf út tímaritið Die Fackel (Kyndillinn) og gerði sér
lítið fyrir og skrifaði það allt sjálfur síðasta aldarfjórðunginn sem
hann lifði. I raun virðist Þórbergur sjá viðlíka útgáfuform fyrir sér;
hann fýsir að koma af stað einhverskonar einkaársriti þar sem hann
hefur frelsi til að raða saman hinum ýmsu pistlum sínum sem geta
leitað í ýmsar áttir að formi og stíl, allt eftir því hvaða viðfangsefni
leita á hann hverju sinni.
Slíkt rit mundi þá jafnframt gegna margþættu hlutverki, eins og
Pistilinn skrifaði . . . gefur vísbendingu um. Þar mætti birta ævi-
sögubrot og dagbókarefni, hverskonar anekdótur eða frásagnir
sem kunna að gæla við smásagnaformið, ritgerðir, játningaregistur
og ádeilubréf, margvíslega þætti af mönnum, málefnum og þjóð-
háttum; þar mætti brydda upp á ýmiskonar fantasíum og hug-
leiðingum; raunar væri það líka alhliða stefnuskrá. Allt á þetta við
um Bréf til Láru - en ég held það megi lesa það meðal annars sem
rit í anda framúrstefnumanna (einsog dadaistans Tristan Tzara) er
rituðu stefnuskrár af miklum móði á fyrstu áratugum aldarinnar.
Listastefna og lífsstefna renna saman í eitt í spámannslegum og