Skírnir - 01.09.1989, Side 55
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
305
gildi hennar í miklum mæli á stílgáfu höfundar, færni í meðferð
íróníu, mótsagna og skopstælinga, og hverskonar tilþrifum í formi
og málfari verksins.
Auk þess að vera margþætt eru umrædd verk Þórbergs mikil
ögrun við bókmenntahugtakið, eins og áður kom fram, því þetta
form er í rauninni engin skýrt mörkuð bókmenntagrein, heldur í
besta falli dyngja af bókmenntasmágreinum. Bréf til Láru hangir
saman vegna bréfarammans og kannski líka vegna þess að það er
ekki liðað sundur með greina- og þáttatitlum. Ef Bréf til Láru sem
heild heyrir til einhverri bókmenntagrein þá er það kannski eina
verkið í þeirri grein, eða þá að það er grein í mótun eins og sagt var
um verk Gertrude Stein. Pistilinn skrifaði. . . er líklega ekki í sama
flokki. Efni þeirrar bókar er raunar svo laustengt innbyrðis að bók-
in hefur aldrei komið út sem heild síðan, heldur hefur efni hennar
verið dreift í síðari útgáfum af verkum Þórbergs. Ritið er, í bókstaf-
legum skilningi, bókmenntagrein í upplausn.30
Þveröfugt við kollega sinn Halldór Laxness, sem á þessum árum
nær föstum tökum á hinu epíska skáldsagnaformi með Sölku Völku
og Sjálfstæðu fólki, hefur Þórbergur færst til enn „lausari“ lausa-
málsbókmennta.
Skáldsagan og xvisagan
I nýjustu íslensku bókmenntasögunni, Stefnum og straumum eftir
Heimi Pálsson, segir um stöðu Laxness: „Varla er ofmælt þótt sagt
sé að einn höfundur íslenskur beri ægishjálm yfir aðra á tímabilinu
1930-50 - og raunar lengur. Það er Halldór Laxness. Með hóflegri
einföldun mætti meira að segja kenna tímabilið við hann.“31 Eg
hygg að hér endurspegli Heimir ríkjandi viðhorf til þessa tímabils.
Þegar við upphaf þessa skeiðs er að sjá sem Þórbergur sé búinn
að segja sig úr lögum við hinar „stóru“, viðurkenndu bókmennta-
greinar. I ljóðakverum sínum, Hálfum skósólum (1915), Spaks
manns spjörum (1917) og Hvítum hröfnum (1922), er hann með
skopstælingum og háði búinn að kollsteypa nýrómantíkinni sem
réði ríkjum í íslenskri ljóðagerð á fyrri hluta aldarinnar. I sagna-
gerðinni, sem skiptir auðvitað meira máli fyrir stöðu Þórbergs, er
svipað að segja. Þegar líður fram á öldina verður skáldsagan öfl-