Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 57
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
307
ákveðið svið í íslensku bókmenntakerfi. Ef til vill hugsar hann,
einsog Gertrude Stein, „ef hægt er að gera það, hví þá að gera
það“.35 Hlutverk snillingsins, postulans, spámannsins, er að vinna
að því sem ekki er hægt að gera, skapa eitthvað sem ekki varð séð
fyrir og breyta þannig skilningi okkar. Slík mótvitund er ekki að-
eins dæmi um neikvæði módernismans heldur er hún mjög í ætt við
frumleikakröfur rómantísku stefnunnar. Líklega er Þórbergur
mesti rómantíker íslenskra bókmennta.
Þótt Þórbergur sé ekki skáldsagnahöfundur hefur hann ekki
komist hjá því að menn notuðu skáldsöguna sem viðmið til að meta
prósaverk hans, því það er beinasta leiðin til að gefa sér ákveðnar
forsendur í mati slíkrar sagnagerðar. Jafnvel Stefán Einarsson, sem
í bók sinni skrifar um verk Þórbergs af mikilli velvild, hefur sitt-
hvað að athuga við hið lausbeislaða smágreinaform Þórbergs:
Þótt kostir þessa lifandi ímyndunarafls séu augljósir, þá hefur það líka sína
galla, og koma hvorirtveggja ljóst fram í efnisvali og efnismeðferð
Þórbergs. Gnægð myndanna úr umheimi eða hugheimi skáldsins leggur
honum efnið upp í hendurnar, en gerir hann um leið að óvirkum skrá-
setjanda. Hann hefur ekki hina skapandi skáldgáfu, er einkennir menn eins
og Ibsen eða H. K. Laxness. Hann semur ekki skáldsögur, en hann leiðir
sína ytri og innri sögu í lifandi myndum fyrir augu lesarans. Hann hefur
aldrei skapað neinar persónur í líkingu við Sölku-Völku eða Bjart í Sumar-
húsum. En rit hans eru full af skyndimyndum af þeim mönnum sem hann
hefur séð og kynnzt. Loks er það nær eðli hans að gefa ímyndunarafli sínu
lausan tauminn frá kafla til kafla, eins og í Bréfi til Láru, heldur en að
byggja verk sín í fastari heild, eins og hann hefur raunar gert í íslenzkum
aðli. (81)
Þegar að því kemur að Þórbergur skrifar íslenzkan aðal og Of-
vitann eru það því kannski eðlileg viðbrögð að leggja áherslu á hina
„fastari heild“, eins og Stefán gerir. Og menn hafa jafnvel reynt að
frelsa þessi verk undan niðurlægingu bókmenntasmágreinanna og
endurleysa þau til skáldsögunnar. Arni Hallgrímsson segir að þess-
ar bækur standi að formi „mjög nálægt skáldsögunni“ (34) og
kannski bjóða þær að mörgu leyti upp á lestur út frá skáldsagnavið-
miðum. Það er athyglisvert að þýska þýðingin á íslenzkum aðli
sem kom út árið 1960 ber undirtitilinn „Roman“, skáldsaga. I rit-
gerð sinni um Þórberg segir Sigfús Daðason að þjóðfræðaþátturinn