Skírnir - 01.09.1989, Page 58
308
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
í Ofvitanum sé illa samofinn aðalefni bókarinnar (24). Slíka að-
finnslu, sem er algeng í skáldsagna-gagnrýni, er erfitt að ímynda sér
um Bréf til Láru. Mér sýnist augljóst að Þórbergur sóttist eftir
prósaformi sem gæfi honum rými fyrir öll helstu áhugasvið hans,
þar á meðal þjóðfræðilegar athuganir, og það helst öll í sama verk-
inu rétt eftir því hvernig efnið féll til.
Það er því spurning hvort Þórbergur hafi, í íslenzkum aðli og
Ofvitanum, farið hættulega nálægt því sviði sem markast af form-
kröfum skáldsögunnar. En það er líka hægt að líta svo á að þessi
verk séu ekki skáldsögur fremur en fyrri verk Þórbergs - íslenzkur
aðall ber til að mynda víða mjög glögg merki pistilformsins. Jafn-
framt teljast þessi verk til endurminningasagna, en þær eru bók-
menntasmágrein rétt eins og pistillinn að því leyti að þær hafa ekki
verið ráðandi skáldskaparviðmið í bókmenntakerfi okkar. Sá sem
semur endurminningasögu er annaðhvort ekki að skapa bók-
menntir eða verk hans eru dæmd samkvæmt lögmálum annarrar
frásagnarlistar, yfirleitt mælikvörðum skáldsögunnar.
Hafi hin „neikvæða“ staða Þórbergs gagnvart skáldsögunni ver-
ið hætt komin í endurminningabókunum, þá ræðst hann eftir Of-
vitann í ævisagnaform sem fjarlægir hann rækilega hefðbundnum
skáldsagnaviðmiðum; fyrst í Arna sögu Þórarinssonar og síðan í
bernskusögu sinni í fjórum bókum sem voru gefnar út saman undir
titlinum / Suðursveit (1975). Fáum íslenskum ævisögum er hamp-
að sem fagurbókmenntum. Samt reiðir kannski engin grein sig
meir á að ramminn tryggi inntakið; það að einhver skuli segja ævi-
sögu á að tryggja frásagnarvert, innihaldsríkt líf sem myndar þó að-
gengilega atburðarás. Þórbergur skeytir lítt um formreglur ævi-
sögunnar og er, ásamt Málfríði Einarsdóttur, frumlegasti ævi-
sagnaþulur Islendinga á þessari öld. I ævisagnagerð (hvort sem hún
snýr að þeim sjálfum eða öðrum) hafa þau unnið starf sem enn á
eftir að meta að verðleikum; þau hafa ögrað bókmenntakerfi okkar
með því að fá okkur til að lesa ævisögur sem „skáldskap“ - og um
leið hafa þau ögrað hinu hefðbundna ævisagnaformi.