Skírnir - 01.09.1989, Page 60
310
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
farið með okkur hvert sem er; ekki aðeins að hann ausi yfir okkur
hafsjó af hverskyns sögubrotum, heldur ætlast hann líka til að við
höfum þolinmæði til að fylgja honum eftir í langdregnum og ná-
kvæmum þjóðfræðiathugunum en skreppum svo kannski því næst
með honum yfir á annað tilverusvið.
I samræmi við það verður jafnframt að meta „persónurnar" í
verkum Þórbergs. Það er hreinlega ekki í verkahring hans að skapa
persónur eins og Sölku Völku eða Bjart í Sumarhúsum. Sú persóna
sem verkin velta á er virkur skrásetjari (ekki „óvirkur“ einsog
Stefán Einarsson segir), sögumaður sem í flestum tilfellum er stað-
gengill og eftirmynd Þórbergs sjálfs eða þá spegilmynd hans. Þór-
bergur er þó ekki að reisa sjálfum sér eða öðrum minnisvarða, sem
er yfirleitt einkenni ævisagna, heldur að skrá af samviskusemi hina
margháttuðu samvitund og mótvitund við umheiminn sem sjálfs-
vera hans upplifir. Sjálfsveran í verkunum er ætíð leitandi og full
blæbrigða; hún kann að staðfestast um stund hér og þar og öðlast
einhverja sannfæringu en hún leitar einnig þrotlaust að endurfæð-
ingu — og er í raun undirseld margskonar speglun og endurholdg-
un; hún getur klofnað í sundur eða orðið þunguð eins og í Bréfi til
Láru, eða hún fyllist þrá eftir lífssýn lítillar stúlku sem opnar nýjar
víddir fyrir meistara sem kominn er til ára sinna. Undantekninga-
lítið samsamar hún sig jaðarverum og jaðarfyrirbærum en ekki
þeim venjulegu manneskjum eða eðlilegu hlutum sem okkur sýnist
oft að haldi samfélaginu gangandi með umsvifum sínum.
Þessi sjálfsvera birtist oft sem gerandi í tungumálinu - því að þar
virðist Þórbergur öryggið uppmálað. Þar á móti kemur að merk-
ingarheimur hennar er iðulega jaðarinn, vanmátturinn, smæðin,
það skrýtna eða það venjulega en falda, eins og til dæmis eðlilegasta
starfsemi líkamans - „ Af gömlu skyri, helzt hálfs árs gömlu, verður
mér mjög gott. Af því fæ ég mjúkar hægðir", skrifar Þórbergur eftir
séra Árna Þórarinssyni37 — eða þá hin útblásna sjálfsvitund sem er
ástfangin af heiminum og gleðst yfir að geta umfaðmað hann, en
reynist fallvölt og viðkvæm þegar á reynir. Sjálfsmyndin kallar
ætíð á endurskoðun. Þetta kemur vel fram í einni af eftirlætis-
klausum mínum í ritum Þórbergs, en það eru lokalínurnar í þættin-
um „3379 dagar úr lífi mínu“. Hann er saminn árið 1928 sem eins-
konar skýrsla eða sjálfsmynd handa sálufélögum Þórbergs í esper-