Skírnir - 01.09.1989, Side 61
SKÍRNIR BARÁTTAN GEGN VERULEIKANUM
311
antó-hreyfingunni. Eftir skorinorða skýrslugerð um sjálfan sig þar
sem Þórbergur er næstum óþægilega eðlilegur lýkur hann máli sínu
á þennan veg, og endar pistilinn með því að opna hann:38
í dag er fyrsti janúar 1928. Sólin hangir dimmrauð niðri við sjón-
deildarhringinn. Jörðin er hjúpuð þunnri snjóbreiðu. Hljóðlát hænsni
spígspora með fyrirlitningu fyrir utan gluggann minn. Þreytulegar manna-
myndir þramma þungum skrefum eftir götunni, niðurdregnar af ofáti
hátíðisdaganna, sem haldnir eru til minningar um frelsara sálarinnar. Eg
sit við skrifborðið mitt og handleik gömul orð, brotna bautasteina löngu
dáinna daga.
Þrjú þúsund, þrjú hundruð og sjötíu og níu dagar úr lífi mínu eru runnir
út í gímald óendanleikans.
Við erum áminnt um höft og ánauð tímans en skynjum um leið að
mannsævin er glettilega formlaust kvik-yndi. Freistandi er að segja
meira.
Athugasemdir og tilvitnanir
1. Stefán Einarsson: Þórbergur Þórðarson fræðimaður - spámaður -
skáld fimmtugur 1889 - 12. marz - 1939, Heimskringla, Reykjavík
1939. Til þessarar bókar verður síðar oftast vísað með blaðsíðutali í
svigum innan meginmáls. Arni Hallgrímsson: „Sundurlaust rabb um
Þórberg Þórðarson“, Helgafell, 3. hefti 1954, bls. 21-38. Til þessarar
greinar verður eftirleiðis vísað með blaðsíðutali í svigum innan meg-
inmáls. Sigfús Daðason: „Þórbergur Þórðarson“, Andvari 1981, bls.
3—42. Til þessarar greinar verður stundum vísað með blaðsíðutali í
svigum innan meginmáls. Loks má nefna inngang Sverris Kristjáns-
sonar að ritgerðasafni Þórbergs: Ritgerðir 1924—59, Heimskringla,
Reykjavík 1960, bls. ix-xxxi; endurprent. í Ritsafni Sverris, 4. bindi,
Mál og menning, Reykjavík 1987, bls. 124-147. Hér eru ekki taldar
óprentaðar prófritgerðir, einsog til dæmis cand. mag.-ritgerðir við
Háskóla Islands, né heldur tékknesk doktorsritgerð Helenu Kadeck-
ová: „Dopis Laure“ Þórberga Þórðarsona apocátky islandské moderní
literatury (Prag 1967), sem til er á Háskólabókasafni.
2. A þessu ári er haldið upp á hundrað ára afmæli Þórbergs og er þessi
grein að stofni til erindi sem flutt var á Þórbergsþingi Félags áhuga-
manna um bókmenntir 3. júní 1989. Ymislegt bendir raunar til að Þór-
bergur sé fæddur 1888 en ekki 1889.
3. Kristinn E. Andrésson: íslenzkar nútímabókmenntir 1918-1948, Mál
og menning, Reykjavík 1949, bls. 265-266.