Skírnir - 01.09.1989, Síða 67
SKÍRNIR BÓK ÁN BORGARALEGS ÖRYGGIS
317
En Vikivaki er ekki neitt einræningslegt dútl manns sem líkar
það best að sitja úti í horni og horfa í gaupnir sér. Það er freistandi
að líta svo á að þessi skop- eða skollaleikur Gunnars sé beinlínis
svar hans við tilgangslist samtímans og vaxandi viðleitni manna til
að veita allri listsköpun í tiltekinn farveg, - tveim árum eftir út-
komu bókarinnar var sósíalískt raunsæi gert að opinberri lista-
stefnu í Sovétríkjunum. Slíkt svar má að minnsta kosti lesa út úr
ummælum einnar persónu bókarinnar, „útgefanda" hennar, þegar
hann segist hafa valið sögunni heitið Vikivaki:
- í minningu þeirrar miðaldagleði, sem á rökkuröldum kúgunar og kramar
var lagt á forboð af valdhöfum, siðavöndum um efni fram á yfirborði, og
bannsunginnar í guðshúsum, flettum fornu skrauti, köldum og snautlegum
... (6)
Þessi orð má auðveldlega heimfæra upp á tilurðartíma Vikivaka,
og dagskipun listamanna að leggja skemmtun, skraut og formfágun
fyrir róða, en gera gráan og alvarlegan hversdaginn að yrkisefni
sínu.
Með hliðsjón af viðbrögðum danskra gagnrýnenda við Vikivaka
vekur það nokkra athygli að á söguna skuli svo að segja ekkert hafa
verið minnst síðustu árin í líflegri umræðu íslenskra bókmennta-
fræðinga um nútímaskáldsöguna.9 Þannig koma lýsingar margra
gagnrýnenda á sögunni undravel heim og saman við skilgreiningar
bókmenntafræðinganna á nútímaskáldsögunni. Lögð var áhersla á
frávik hennar frá hefðbundnu formi raunsæisskáldsögunnar: „Það
er vonlaust að taka afstöðu til bókar sem þessarar, sem hafnar öll-
um lögmálum,“10 sagði einn þeirra og vísaði bæði til efnis sögunnar
og margbreytilegs eðlis hennar. I henni taldi hann að blönduðust
saman mörg ólík svið; hún spannaði allt frá villigróðri furðusög-
unnar til vel ræktaðrar raunsæissögu.
Ef notast má við orðatiltaskið, þá líkist þessi furðulega bók sálardjass-
hljómsveit, hvers konar afmyndaðir tónar, falskir hljómar, launsögur
blandnar nýtísku."
En þó að margir gerðu sér grein fyrir eðli sögunnar náðu fæstir að
lesa merkingu út úr henni, eins og áður var sagt. Það kann að hafa
stafað af því hve fastir menn voru á þessum tíma í raunsæislegum
21 — Skírnir