Skírnir - 01.09.1989, Page 68
318
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
leshætti skáldverka. En markmið Gunnars með Vikivaka virðist
ekki vera það að lýsa einhverjum þekktum veruleika, heldur að
skapa nýjan, leysa skáldverkið úr viðjum raunveruleikans. Hér
blandast sálfræðileg og trúarleg dulhyggja saman við heim þjóð-
sagna og ævintýra. Veruleikinn verður ummynduð hugsmíð,
„leikur hugans að staðreyndum".12
2. Heimur Vikivaka
Gunnar Gunnarsson var heimspekilegt skáld. Meginviðfangsefni
hans var leit mannsins að sjálfsskilningi og glíma hans við þau öfl
sem standa í veginum fyrir því að hann nái þessu takmarki eða ógna
hugsjónunum sem hann trúir á. Fyrir þessu viðfangsefni víkja
þjóðfélagsleg málefni ævinlega til hliðar. Þau koma eingöngu við
sögu sem nauðsynlegur bakgrunnur eða til þess að varpa ljósi á
sögupersónur. Skáldsögur Gunnars snúast þannig fremur um hug-
læg vandamál en hlutlæg, þótt þær beinist meir að almennum þátt-
um tilverunnar en persónubundnum.
I þessu tilliti er Vikivaki engin undantekning meðal sagna
Gunnars. Veröld bókarinnar er heimur út af fyrir sig, og það í tvö-
földum skilningi. Annars vegar gerist sagan á afskekktri eyðijörð á
Austurlandi, þar sem rithöfundurinn Jaki Sonarson hefur hreiðrað
einn um sig, húsað jörðina upp í nútímastíl og búið öllum nútíma-
þægindum - árgerð 1932. Hins vegar gerist sagan í lokuðum og um
margt sérstæðum hugarheimi Jaka, meðan hann reynir að lýsa og
festa á blað þá atburði sem fyrir hann ber. Þessi heimur spannar að
vísu óravegu, þar sem segja má að hann sé dæmigerður fyrir hugar-
heim skálda allra tíma.
Inn í þessa heima berast fyrir tilviljun fulltrúar íslensku þjóðar-
innar frá öllum öldum, draugar eða uppvakningar, sem telja að
dagur dómsins sé upp runninn og að Jaki sé guð almáttugur. Sagan
segir frá margvíslegum samskiptum Jaka við þessa uppvakninga og
viðbrögðum þeirra við nútímaheimi hans. Henni lýkur síðan með
því að uppvakningarnir klifra upp gullinn himnastiga, sem Jaki
smíðar fyrir þá, og hverfa út í bláinn. Undir þessum sama stiga
finnst Jaki svo látinn, en inni á skrifborði handrit hans að sögunni
Vikivaka.