Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1989, Page 70

Skírnir - 01.09.1989, Page 70
320 ÞÓRIR ÓSKARSSON SKIRNIR Vikivaki er ekki heilsteypt listaverk; klofningur hugsunar - sem speglast í samsetningu bókarinnar - á sök á því að lesandinn fær ekki þá fullnægingu sem hið alskapaða veitir.16 Þessi einkenni bókarinnar voru alla jafna skoðuð sem mistök höf- undar. Menn töldu að honum hefði ekki lánast að skapa heildstætt verk. Einnig í þessu tilliti tengist umfjöllun danskra ritdómara um- ræðu manna hér á landi um upphafsár íslenskra nútímaskáldsagna. Þar hafa oft borið á góma „ófullkomnar“ eða „gallaðar" skáldsögur á borð við Hel Sigurðar Nordals, Vefarann miklafrá Kasmír eftir Halldór Laxness og Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Sögurn- ar hafa verið skoðaðar sem „skáldskapur í smíðum frekar en heil- steypt verk. Þar má rekja sköpunarferlið hrátt, skráning hugsana án mikilla bollalegginga um form“.17 „Ofullkomleiki“ þessara skáldverka hefur reyndar fáum þótt rýra ágæti þeirra. I honum hafa menn einmitt séð frumleika þeirra og nýtísku — jafnvel kosti og „fullkomnun“. Skoðanir hafa hins vegar verið skiptar um það hvort „ófullkomleikinn“ stafi af því að höfundunum hafi ekki tekist að að skapa „fullkomin" verk eða af meðvitaðri uppreisn þeirra gegn skáldsagnahefð samtímans. Um fagurfræðilegt gildi Vikivaka má sjálfsagt lengi deila. En sjálfur svaraði Jaki Sonarson öllum þeim sem vilja gagnrýna form- gerð sögunnar, - og það í æði háðskum tón. A einum stað í Vikivaka er hann látinn segja um atburðina sem hann leitast við að skýra frá: Æ, að þetta væri draumur einn. Eða saga. En sú þyrfti þá helzt að vera ritin af manni, sem kynni að skipa niður hlutunum í réttri röð: ákveðnar grund- vallarreglur og hugsanasamhengi ómissandi, jafnvel þótt slíku yrði ekki við komið nema til sýndaráhrifa - svo sem verða hlýtur um óhugsanlega at- burði. Bók án borgaralegs öryggis er í raun réttri óþolandi. (145) Ein og sér ættu þessi ummæli að nægja til að sýna fram á það hve meðvitaður Gunnar var í andófi sínu eða uppgjöri við vel grundað skáldsöguformið, þar sem allt á sér fastan sess innan afmarkaðrar heildar. Brotakennd samsetning sögunnar er með öðrum orðum enginn „galli“ frá hendi höfundarins, þó að lesendur sem óvanir eru slíku tiltæki kunni að álíta það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.