Skírnir - 01.09.1989, Page 82
332
HERMANN PÁLSSON
SKIRNIR
hefnda, ef sannur reynist, en þó er varast að segja Högna frá þessu,
sjálfum syni og hefnanda Gunnars. Tortryggni þeirra Njáls og
Högna er mikilvægt atriði ogörvar trúgirni lesenda: ef Njáll leggur
trúnað á það sem hann hefur látið segja sér þrisvar, þá hlýtur ein-
hver fótur að vera fyrir því, þótt ótrúlegt virðist.2 Fyrirburðinn
verður Högni að sjá eigin augum, og yfir kveldsýn þeirra Skarp-
Héðins leikur mikil birta: glaða tunglskin, fjögur ljós í haugi og
Gunnar sjálfur með engu minna gleðibragði í draughúsi en hann
sæti ljóslifandi heima í stofu á Hlíðarenda. Vísan sem hann kveður
við raust og gefur þættinum annarlegan blæ lætur lesanda skima
ofurlitla stund um þá hugarheima Gunnars sem jafnan voru duldir
meðan hann lifði. Vísan birtir Gunnar í nýju ljósi og eykur því við
þá persónulýsingu sem gerð var við fyrstu kynningu og styrkist
síðan við orð hans og athafnir. Má það fágætt teljast að höfundur
leggi dauðum kappa slík orð í munn. Ummæli Skarp-Héðins í þátt-
arlok taka af öll tvímæli um boðskapinn í vísunni; kjarni hennar er
sá að betra sé að deyja en vægja fyrir óvinum sínum. Hinu má þó
ekki gleyma að yfir haugsþætti hvílir mikill heiðniblær, sem styrk-
ist síðan við hefndarför þeirra Högna og Héðins er tveir hrafnar,
Oðins fuglar, fylgja þeim alla leið.
II
Aður en hægt sé að átta sig til hlítar á vísunni verður fyrst að athuga
orðaforða og orðaröð. Um það orð sem hér að framan er merkt
stjörnu leikur mikill vafi; í fornum handritum stendur dogla og
daugla sem talin hafa verið í eignarfalli fleirtölu af óþekktum
orðum: döggull ella daugull, og átti hvorutveggja að merkja
„hring“ en kenningin í heild döggla deilir eða daugla deilirvxn þá
örlátur maður, sá sem dreifir hringum úr gulli.3 En sá ljóður er á
þessari skýringu að ekki hefur reynst unnt að sanna að orðin dögg-
ull/daugull hafi nokkurn tíma verið til, og verður því að leita ann-
arra úrkosta. I handritum bregður stundum fyrir stafavíxlun, og
því hefur mér komið til hugar að hér hafi upphaflega staðið dolga
(þ. e. a. s. dólga; munur er ekki ávallt gerður á bryddum og
óbryddum sérhljóða), en dólga deilir merkti „leiðtoga hers,