Skírnir - 01.09.1989, Side 83
SKIRNIR
í GUNNARSHAUGI
333
orrustumann,“ og er sú kenning í fullu samræmi við aðrar manns-
kenningar í vísunni. Til samanburðar skal minna á kenninguna sig-
deilir í Hrafnsmálum Sturlu Þórðarsonar; dólg og sig- eru samheiti
og merktu „ófrið, orrustu." Með þessa lagfæringu í huga skal taka
vísuna saman:
Dáðum rakkur dólga deilir, bjartur faðir Högna, sá er háði benrögn með
bestu hjarta, mælti. Sá hjálmi faldinn hjörþilju vættidraugur, val-Freyju
stafur, kvaðst heldur vilja deyja en vægja, og val-Freyju stafur deyja.
Hægt er að taka vísuna saman á aðra vegu, en þó kemur flest í
einn stað niður, og er því lítil ástæða til að angra sig út af slíkum
hlutum. Eins og talið hefur verið, þá mun orðtakið að heyja ben-
rögn merkja að heyja orrustu, rétt eins og að heyja valmey í Vell-
eklu Einars skálaglamms; benrögn (,,sára-goð“) og val-mcer
merktu hvorutveggja „valkyrju“ og „orrustu“, og sömu hlutverk-
um gegnir orðið val-Freyja hér á eftir. I síðari helmingi eru tvær
hermanns kenningar: fyrst er hjör-þilju („sverð-fjala" = skjaldar)
vœtti-draugur („tré sem lyftir"; lyfti-tré skjaldar= hermaður); til
samanburðar skal minna á kenninguna lyfti-draugur liðbáls í Berg-
búa þætti. Síðari mannkenningin er auðskilin: fyrstu liðirnir í val-
Freyju stafur minna á ben-rögn, eins og þegar var getið, og orðið
stafur gegnir sama hlutverki hér og draugur í kenningunni hér á
undan. Um orðið draugur ber þess að geta að í kenningum merkti
það „tré“, en vitaskuld hlýtur venjuleg merking orðsins að rifjast
upp þegar því skýtur upp í vísu sem kveðin er af dauðri hetju í
haugi.
Vísuna má færa til nút.íma máls á þessa lund:
Dáðrakkur hermaður, bjartur faðir Högna, sem háði orrustu af mestu hug-
rekki, lét sér orð um munn fara. Sá hjálmi faldni, skjaldfimi bardagamaður
kvaðst heldur vilja deyja en vægja.
Vísan í heild er ort með sönnum hetjubrag, enda virðist skáldið
hafa numið margt af forverum sínum. Orðtakið dáðum rakkur
minnir rækilega á samsetta orðið dáðrakkur í Hymiskviðu, en þar
er það notað um Þór:
22 — Skírnir