Skírnir - 01.09.1989, Page 84
334
HERMANN PÁLSSON
SKIRNIR
Dró djarflega
dáðrakkur Þór
orm eiturfáan
upp að borði.4
Hinu skal þó ekki gleyma að Snorri beitir sama orði í Háttatali:
Dáðrökkum veldur dauða
dreng ofurhugaður þengill.5
Lýsingarorðið rakkur eitt sér merkti þá eins og raunar enn
„beinn, uppréttur" og felur einnig í sér ábendingu um hugrekki og
hetjuskap, enda tíðkaðist það í samsetningum á borð við böðrakk-
ur, geðrakkur, vígrakkur, fólkrakkur. Að hugrekki lýtur einnig
orðtakið með bestu hjarta, en það minnir ekki einungis á hetjur
sem voru gæddar góðu hjarta, heldur einnig á þá kappa sem báru
sér í brjósti ört, snart, frœknt edafrœkilegt hjarta.
Eins og þegar hefur verið gefið í skyn þá virðast ýmsar kenningar
í vísunni benda til hernaðar og sumar fela í sér valkyrju heiti: dólga
deilir, ben-rögn, hjör-þilju vætti-draugur, val-Freyju stafur, þar
sem orðstofnarnir dólg, ben, hjör og val- minna á vopn og víg en
rögn og Freyja á heiðin goð. Lýsingin hjálmi faldinn á sér ýmsar
hliðstæður í fornum kveðskap, svo sem í Helgakviðu Hundings-
bana I: „Uti stóð Höðbroddur / hjálmi faldinn.“6 Hitt mun þó vera
tíðara að slík lýsing eigi við mann sem er á leið í orrustu. Þannig
segir Markús Skeggjason í Eiríksdrápu að konungur gengi að mikl-
um bardaga „málmi skrýddur og faldinn hjálmi“7 Um Álfgeir seg-
ir í Máhlíðingavísum að hann gengi „hjálmifaldinn [... ] að vopna
galdri“.8 Og í Bandadrápu er vikið að örlátum mönnum sem vildu
setja hjálmifaldinn, herskáan leiðtoga að ríki.9 Hér ber allt að sama
brunni: vísan minnir á frækinn hermann, sem virðist vera að fara til
orrustu. Verður bráðlega vikið að þessu atriði nánar.
Vafalaust er vísan öllu eldri en Njála, en þó verður ýmsum getum
leitt um aldur og uppruna þeirrar bragsmíðar sem Gunnar kyrjar
við raust í björtum haugi. Óvíst má telja að vísan hafi verið með
galdralagi upphaflega, jafnvel þótt efsta vísuorðið sé endurtekið í
handritum og útgáfum Njálu. Þótt Gunnar kveði vísuna er ástæðu-
laust að gera ráð fyrir því að hann hafi einnig ort hana sjálfur. Yms-