Skírnir - 01.09.1989, Page 85
SKÍRNIR í GUNNARSHAUGI 335
ar ástæður liggja til þess að svo hlýtur að vera. I fyrsta lagi vitnar
skáldið til geranda í þriðju persónu: „dólga deilir mælti“, „val-
Freyju stafur kvaðst heldur vilja deyja en vægja“. I öðru lagi er far-
ið svo fögrum orðum um þennan kappa sem vitnað er til, að hann
hlýtur að vera annar maður en skáldið sjálft: orðin „dáðum
rakkur" og „með bestu hjarta“ eiga vitaskuld við einhvern annan
en þann sem á að hafa ort vísuna. Fiér eins og raunar víðar í fornum
letrum okkar er sögnin „að kveða“ tvíræð, og þó samir öllu betur
á slíkum stað að Gunnar sé látinn fara með vísu sem annar hefur
ort, jafnvel þótt orðtakið „faðir Högna“ bendi til hans sjálfs. Hins
er þó rétt að minnast að Gunnar á Hlíðarenda var ekki eini forn-
kappinn sem átti Högna að syni, eins og brátt mun verða rakið.
Eina atriðið í vísunni sem veldur umræðu í Njálu er að hinn
hjálmi faldni hermaður kvaðst heldur vilja deyja en vægja; Skarp-
Héðinn þakkar Gunnari þessa hugmynd: „er hann sjálfur vitrast
okkur að hann vildi heldur deyja en vægja fyrir óvinum sínum og
kenndi hann okkur þau ráð.“ Slíkt ráð er þveröfugt við það sem
kennt er í Hugsvinnsmálum:
Fyrir öðrum vægja
samir þér iðuglega,
þó þú meira megir.10
Hér skal einnig minna á 140. erindi sama spekikvæðis:
Heiftarorða
gjörst þú ei hefnisamur,
heldur skaltu væginn vera. (147)
I ýmsum fornsögum, svo sem Eglu, er brýnt fyrir mönnum að
vægja fyrir öðrum. Þegar Þórólfur Kveldúlfsson fer að heiman á
fund Haralds hárfagra, lýkur faðir hans varnaðarorðum sínum á
þessa lund: „Varast þú það að eigi ætlir þú hóf fyrir þér eða keppist
við þér meiri menn. En eigi muntu fyrir vægja að heldur“n. Þó skal
þess minnst að tvær persónur Njálu vilja ekki sýna vægð. Eftir víg
Kols taldi Njáll „á Bergþóru, en hún kvaðst aldrei vægja skyldu
fyrir Hallgerði“ (99). Móðurbróðir Gunnars þybbast við Hákoni
Hlaðajarli og þverneitar að láta undan, og þegar hann er sloppinn
út á haf, mælti hann þetta „er lengi hefir verið uppi haft síðan: Lát-