Skírnir - 01.09.1989, Page 86
336
HERMANN PÁLSSON
SKIRNIR
um geisa Gamminn, / gerrat Þráinn vægja“ (220). Spakmælin Jafn-
an vægir hinn vitrari og Sjaldan vœgir hinn verri fela í sér hug-
myndir sem stinga harkalega í stúf við kenninguna í Gunnarshaugi.
Svipað mætti segja um ráðin sem Kolbeinn klakka ræður Sveinka í
Magnúss sögu berfætts eftir að Sveinki hefur neitað að flýja eitt ein-
asta ördrag: „Eigi er þetta einsætt, og er betra að hneigjast til virð-
ingar við hinn besta höfðingja en bægjast til stórvandræða."12 Hér
er þess skylt að geta að allt öðru máli gegndi um venjulegt fólk en
um konunga, enda voru þeir hafnir langt yfir aðra menn og vildu
engum lúta. Nú skal minna á ummæli Eymundar konungs, þegar
Búrizlafur hefur krafist nokkurra héraða og kauptúna af Jarizleifi
bróður sínum „Er það óháskasamara að láta jafnan uppi, er hann
beiðir, en mörgum mun það þykja lítilmannlegt og ókonunglegt þó
að þú takir þann upp.“13 Kappinn í vísunni sem kvaðst heldur vilja
deyja en vægja talar eins og konungur, og skal nú styðja þá stað-
hæfingu með fornum dæmum.
Hugmyndin úr Gunnarshaugi minnir nokkuð á vísu eftir Stein
Herdísarson sem hann orti um Nizarorrustu þeirra Haralds harð-
ráða og Sveins Danakonungs árið 1062. Steinn tók þátt í þeirri orr-
ustu, og virðist herma orð Haralds sjálfs. Danir höfðu ofurefli liðs,
og mæltu það margir Norðmenn, „að þeir skyldu flýja og sögðu að
ófært væri að berjast. Konungur svarar svo: „Fyrr skal hver vor
falla um þveran annan en flýja.“ Svo segir Steinn Herdísarson:
Sagði hitt er hugði
hauklyndur vera mundu,
þar kvað, þengill, eirar
þrotna von frá honum.
Heldur kvað hvern vorn skyldu
hilmir frægur en vægja
- menn brutu upp - of annan,
öll vopn - þveran falla.“14
Hér er ekki einungis um að ræða hugmyndir sem bregður fyrir
í Gunnarshaugi, heldur er einnig nokkur svipur með tveim ritum í
orðalagi. Fyrir Svoldarorrustu hvetja Norðmenn Olaf Tryggvason
til að leggja á flótta fyrir ofurefli liðs. „Konungur svarar hátt og
stóð upp í lyftingunni: „Ekki skulu mínir menn hyggja á flótta. Eg
hefi aldrei flýið í orrustu. Ráði guð fyrir lífi mínu, en aldrei mun eg