Skírnir - 01.09.1989, Page 91
SKIRNIR
í GUNNARSHAUGI
341
Lýsingar þeirra Hallgerðar og Ingigerðar hafa sameiginleg at-
riði:
Hallgerður [. . . ] er kvenna fríð-
ust sýnum [... ] Hún var fagurhár
og svo mikið hárið að hún mátti
hylja sig með. (29)
[Ingigerður]: Allra kvenna var
hún fríðust og kurteisust [ . . . ]
Hún hafði hár svo mikið að vel
mátti hylja allan hennar líkama,
og svo fagurt sem gull eða hálmur.
(360)
Hitt er merkilegra að báðar hetjur eignast vígboða sem spáir fyr-
ir um ókornna atburði:
Hallgrímur hefir atgeir þann
[....] að þegar veit er víg er vegið
með atgeirinum, því að þá syngur
í honurn áður hátt; svo hefir hann
náttúru mikla með sér. (80)
Gunnar [. . . ] tekur atgeirinn, og
söng í honum hátt. (136)
Högni tekur ofan atgeirinn, og
söng í honum. [... ] atgeirinn seg-
ir manns bana, eins eða fleiri.
(194)24
Burtstöng sú er þar fylgdi var
stinn og seig og gaf hljóð af sér
sem klukka, ef henni var drepið á
skjöldinn, en er ósigur var vís, gaf
hún ekki hljóð af sér. (361)
Hrólfur gekk að grindunum og
drap stönginni á skjöldinn [. . . ]
en svo söng í stönginni og skildin-
um, að öllum þótti undur í er hjá
voru. (405)
IV
Hér að framan var á það drepið að vísan í Gunnarshaugi kynni að
hafa kornið úr kvæði um Hálfdan í Hróiskeldu, föður Högna þess
sem Héðins þáítur og Högna er kenndur við. Nú er það athygli
vert að Göngu-Hrólfs saga hefur notað efni úr þættinum eða ná-
skyldri fyrirmynd, eins og ráðið verður af seyijánda kapitula sög-
unnar, þar sem segir frá Héðni Hjarrandasyni, sem er ein af aðal-
hetjum þáttarins. Þótt nöfnin Héðinn og Högni komi fyrir hér-
lendis að fornu, þá voru þau jafnan heldur fátíð. Má það því heita
býsna merkilegt að þessum mannsheitum er skipað saman í Njálu.
Þátturinn af Gunnarshaugi lýsir undirbúningi að hefndum eftir
mikinn kappa, en hefnendur hans heita einmitt Héðinn (Skarp-
Héðinn) og Högni. Hér skal skjóta inn orðum Skarp-Héðins í sög-
unni: „Héðinn heiti eg,“ segir hann, „en sumir kalla mig Skarp-