Skírnir - 01.09.1989, Page 93
SKÍRNIR
í GUNNARSHAUGI
343
öðrum mönnum að bana. Hildigunnur læknir kveður upp dóm um
Gunnar sem er í fullu samræmi við hegðun hans allt fram að and-
láti: „Það mun oft á finnast [ . . . ] að Gunnar er seinþreyttur til
vandræða en harðdrægur ef hann má eigi undan komast“ (149).
Hann sætir mikilli áleitni af öðrum mönnum og þolir þeim margt
áður en hann hefst handa.
Þeir sem eigna Gunnari sjálfum haugsvísuna hnjóta um þann
mikla mun sem orðinn er á hógværð hans frá því að hann kom úr
utanför er dramb hans hafði ekki vaxið og „hann var við alla menn
léttur og kátur og sagði öllum slíkt er vildu“ (85). Þá hafði Gunnar
sagt: „Lítt hefi eg það skap haft [... ] að hrósa mér“ (84) en í haug-
inum er hann látinn kveða lof um sjálfan sig; vísan lýsir manni sem
er talinn bæði „dáðrakkur" og „með bestu hjarta".
Eins og bent hefur verið á, þá virðist ein athöfn Gunnars vera í
samræmi við ögrunarorðin í hauginum.25 Eftir þær málalyktir á al-
þingi að hann skyldi fara utan og vera burtu þrjá vetur, kveðst hann
„ekki ætla að rjúfa sættir“ (181), en þó virðist hann hafa tekið
snöggum sinnaskiptum niður við Markarfljót á leið til skips þegar
hann ákveður að „ríða heim aftur og fara hvergi“ (182). Hér er
maður sem vægir ekki fyrir óvinum sínum, enda verður hann að
gjalda fyrir ögrun sína með lífinu. Augljóst er hverjir hlakka yfir
afturhvarfi Gunnars, enda verður Hallgerður fegin honum. „Ger
þú eigi þann óvinafagnað," segir Kolskeggur, „að þú rjúfir sætt
þína, því að þér myndi engi maður það ætla“ (182).26 Gunnar kem-
ur ekki einungis vinum sínum á óvart með því að snúa aftur heldur
einnig lesendum Njálu, en vonbrigði beggja virðist stafa af því að
hvorugir hafa áttað sig til hlítar á innsta eðli Gunnars. Við efstu
skuldaskil, rétt áður en hefndir eftir hann koma fram, gerir hann
játningu í anda fornra hetjusagna sem brýtur mjög í bága við þær
sígildu hugsjónir friðar og réttlætis sem gæða Njálu ævarandi lífi.
Engin ábending verður um það í Njálu hve langt er látið líða frá
vígi Gunnars á Hlíðarenda uns þeir Högni og Héðinn láta til skarar
skríða, en þó er hitt ljóst að þeir hefjast handa þegar um nóttina eft-
ir fyrirburðinn. Högni getur engu komið til leiðar um hefndir sjálf-
ur nema hann njóti Héðins við. Vitaskuld er Héðinn fús að veita
honum lið, enda hafði Njáll heitið slíku meðan Gunnar var enn á
lífi. Eins og getið var hér að framan, þá gegnir atgeir Gunnars hlið-