Skírnir - 01.09.1989, Side 96
346
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
22. Göngu-Hrólfs saga. Fornaldarsögur Norðurlanda II, útg. Guðni Jóns-
son og Bjarni Vilhjálmsson (Rv. 1944), 360. Eftirleiðis verður vísað til
þessarar útgáfu innan meginmáls með blaðsíðutali í svigum.
24. Einar Ol. Sveinsson, Brennu-Njáls saga , 80, 4. nmgr., minnir á vopn
í Guðmundar sögu dýra sem láta í sér heyra fyrir bardaga: „Það varð
til tíðinda um morgin, er menn hvíldu í skála, að öxar tvær þutu hátt á
öxatré. Þá voru þær ofan teknar, og áttu þeir bræður Þorsteinn og
Snorri Arnþrúðarsynir. Þær þutu eigi að síður, þótt haldið væri á þeim.
Þá var farið eftir Guðmundi presti Arasyni, og þá þögnuðu þær, er
hann stökkti á þær vígðu vatni.“ (Sturlunga saga I (Rv. 1946), 187-8).
Engum kemur á óvart þótt Guðmundi presti yrði ekki mikið fyrir að
þagga niður í slíkum vopnum. - Algengt er í fornum kveðskap að vopn
syngi 1 orrustu, og er slíkt ekkert undur. Frásögn í Þórðar sögu kakala
gæti verið lýsing á raunverulegum atburði, en þó leikur um hana
undarlegur blær. Þeir Þórður og menn hans liggja vornótt úti. „Vindur
kom á þá, er fólkið flest hafði sofið um hríð, og þaut mjög í spjótunum.
Og vakna sumir menn við þytinn og hugðu að ófriður væri að kominn,
[. . . ] Börðust þeir þá sjálfir [...]“ (Sturlunga saga II, 74).
25. Sbr. Einar Ó1 Sveinsson, Brennu-Njáls saga, xxxvii.
26. S.st. og Lars Lönnroth, Njáls Saga. A Critical Introduction (Berkeley
1976), 149-54; sjá einnig önnur rit sem þar er vitnað til.
27. Vestfirðinga sögur. íslenzk fornrit VI, útg. Björn K. Þórólfsson og
Guðni Jónsson (Rv. 1943), 31.
28. Um hrafna að föruneyti á leið til vígs hefur Einar Ól. Sveinsson fjallað
í skýringargrein við þessa setningu (Brennu-Njáls saga, 195) og getur
um Reginsmál (20. v.) og frásögn Sturlu Þórðarsonar í Islendinga sögu
af Hrafni Oddssyni sem gladdist yfir því að „hrafnar tveir flugu með
þeim um alla heiðina" í förinni að Geldingaholti og vígi Odds Þórar-
inssonar. Hér skal drepa á stutta glefsu úr Heimskringlu um Hákon
Hlaðajarl: „En er hann kom austur fyrir Gautasker, þá lagði hann að
landi. Gerði hann þá blót mikið. Þá komu þar fljúgandi hrafnar tveir og
gullu hátt. Þá þykist jarl vita að Óðinn hefir þegið blótið og þá mun jarl
hafa dagráð til að berjast. Þá brennir jarl skip sín öll og gengur á land
upp með liði sínu öllu [. . .] Fær þar Hákon jarl sigur.“ (Heimskringla
I, 260-261).