Skírnir - 01.09.1989, Page 98
348
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur.4 Það hefur ekki þótt ónýtt
að geta bent á heimild, þótt ekki sé nema ein og óstudd, um garð-
rækt Islendinga til forna.
Laukagarður er einnig nefndur í öðru fornu riti, í Veraldar sögu,
en elstu handritabrot Veraldar sögu eru talin frá um 1200. Rétt er
að líta á textasamhengið þar sem sagt er frá laukagarði í Veraldar
sögu:5
Gedeon vitraðist guðs engill að hann mundi leysa Gyðinga lýð úr heiðinna
manna höndum. Hann bað guð að það væri sannað með því að hann mundi
leggja uilarreyfi í laukagarð (pr. laykagarð)* og félli dögg á reyfið en garð-
urinn væri þurr ef guðs vilji væri til að fólkið væri leyst og það veitti guð
honum. Þá bað hann aðra nótt að dögg félli á garðinn allan en reyfið væri
þurrt og svo varð. En þá er þessi merki urðu hvor tveggi þá fór hann með
lítið lið að guðs boðorði til sóknar í móti miklum her.
Lesbrigði í einum handritaflokki (C): laufa garð.
Hér er komin endursögn á sögu ritningarinnar af dómaranum Gí-
deon (Dómarabókin 6, 36-40).
I gamalli gerð Veraldar sögu, ekki yngri en frá því um 1200, er
einnig guðfræðileg skýring eða útlegging á sögunni um Gídeon og
ullarreyfið:6
Reyfi það er Gedeon lagði í laukagarð og var dögg á reyfinu en garðurinn
þurr hjá, en öðru sinni var reyfið þurrt en dögg um allan garðinn hjá, merk-
ir það að miskunnar dögg guðs féll á Gyðinga lýð fyrst, er reyfið merkir.
En öli önnur heimsbyggðin var án þeirrar miskunnar. En síðan tóku allar
þjóðir aðrar, er laukagarðinn merkja, við þeirri miskunnar dögg er Gyð-
inga lýður missti.
Hér eru þrjú atriði eða orð í ritningunni lögð út á einkar skýran
hátt með svokallaðri andlegri skilningu (sensus spiritualis) eins og
háttur var guðfræðinga á miðöldum,
reyfið = Gyðinga lýður
laukagarðurinn = heimsbyggðin, allar þjóðir aðrar en Gyðingar
döggin = miskunn guðs.
Þessi guðfræðilega aðferð var algeng og sjálfsögð í námi allra klerka
á miðöldum.7 Nútímamenn verða hins vegar að gera sér far um að