Skírnir - 01.09.1989, Side 99
SKÍRNIR í LAUKAGARÐI GUÐRÚNAR . . . 349
kynnast slíkri aðferð og slíkri guðfræði vilji þeir botna í ýmsum at-
riðum í íslenskum fornsögum.
Biblíufróðir lesendur vita auðvitað að í ritningunni er ekki talað
um laukagarð í eigu Gídeons, þar er hins vegar nefndur láfi eða
láfagarður hans, „area“ í hinni latnesku Vúlgötu (Dómarabókin 6,
37). Láfi er þreskivöllur þar sem korn er þreskt. Um láfagarð Gíde-
ons er talað í Stjórn, biblíuþýðingu frá 13. öld.8 Það er því ljóst,
þegar um er hugsað, að laukagarður í Veraldar sögu er lesháttur
sem er afbakaður úr erfiðari leshætti (lectio difficilior): láfagarður.
Það er raunar ofur eðlileg afbökun í landi eins og Islandi þar sem
kornþresking heyrði ekki til hversdagsverka.
En það fer ekki hjá því að Laxdæla er hér sniðin eftir Dómara-
bókinni. Ef farið er að orðum Guðrúnar í sögunni og íhugaðar
„bendingar og áminningar“ frásagnarinnar með sama hætti og
„merki“ þau er Gídeon fékk af guði gætu þau verið þannig,
línklæðin, skyrta og línbrækur = synir Bolla tveir
laukagarðurinn = menn sem „á leita“ við Bollasyni um hefndir
blóðið = faðir sem er óhefnt.
Þó að hér kunni að skorta á nákvæmni í útleggingunni virðist samt
augljóst að frásögnin er samin á þessum nótum, og aðferð og
þankagangur höfundar sögunnar er í þessa veru. Um leið verður
ljóst að hér hefur klerklærður maður vélt um. Er það ekki að undra,
því að Laxdæla saga er að nokkru leyti upphafssaga kristni á Helga-
felli þar sem Agústínaklaustur stóð á ritunartíma sögunnar.
Laukagarður Guðrúnar Osvífursdóttur hefur orðið til við sams
konar afbökun og laukagarður Gídeons í Veraldar sögu. Báðir eru
þeir sprottnir af misskilningi, eru hugarfóstur sem eiga rót sína að
rekja til íslensks kunnáttuleysis í kornræktarstörfum.
Tilvísanir
1. Sveinbjörn Rafnsson, „Um kristniboðsþættina“, Gripla II (Reykjavík
1977), bls. 25.
2. Laxdala saga, udg. ved Kr. Kálund (Kobenhavn 1889-1891), bls. 222.
3. Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing íslands IV (Kaupmannahöfn 1920-
1922), bls. 89-90.
23 — Skírnir