Skírnir - 01.09.1989, Page 101
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
Af germönskum eðalkvinnum
Hlutur íslenskra fornkvenna í hugmyndafrœði nasismans
Ein PEIRRA hugmynda sem menningarpostular nasismans héldu að
lýðnum á fyrri hluta aldarinnar var sú, að norrænir menn væru af
göfugra bergi brotnir en Rómverjar, Gyðingar og annað „undir-
málsfólk". Þrátt fyrir að þessi hugmynd væri studd svo fákænum
rökum, að þau hefðu átt að vera hverjum manni augljós firra, virð-
ist þessi speki hafa fallið í frjóa jörð. Það er alltént ótvírætt að mikill
fjöldi fræðimanna varði drjúgri orku í að færa sönnur á yfirburði
hins aríska og germanska kyns. Og þegar rit þessara manna eru les-
in á okkar tímum verður ekki annað séð, en að þeir hafi aðhyllst
umrædda kenningu af heilum hug. Það má raunar undrum sæta að
menn sem hafa numið svokölluð mannvísindi skuli láta glepjast af
jafn lítilsigldum hugmyndum og hér um ræðir. En þó að þessi víxl-
spor andans verði aldrei skilin til fulls, er unnt að bregða ljósi á
ýmsar forsendur þess, að kynþáttastefnan féll í jafn frjóan jarðveg
hjá þýskum fræðimönnum og raun ber vitni.
Allt frá því að þýskir báru skarðan hlut frá borði í heimsstyrjöld-
inni 1914-1918 og neyddust til að afsala sér verulegu landrými, var
sú hugmynd á kreiki, að þeir hefðu verið grátt leiknir af sigurveg-
urum stríðsins. A því leikur enginn vafi, að þessi trú ýtti undir
þjóðernislega vanmáttarkennd, sem áróðursmenn á borð við Hitl-
er kunnu að færa sér í nyt. Þessi „sári broddur í s^l Adolfs Hitlers
og vafalaust margra Þjóðverja með honum"1 var ótvírætt eitt mikil-
vægasta hreyfiafl þeirrar þjóðrembu, sem nasistar settu á oddinn.
Þeir töldu þjóðinni trú um, að hún hefði verið „marin undir kúg-
unarhæli pólitískrar og hernaðarlegrar ofsóknar og siðferðilegrar
svívirðingar"2 og kappkostuðu að efla með henni nýja þjóðern-
isvitund, sem væri þess umkomin að lyfta henni til vegs á ný. Einn
liður í þeirri baráttu var að brýna fyrir lýðnum stórfengleik þeirrar
menningarsögu, sem þjóðin átti að baki og koma fólki í skilning