Skírnir - 01.09.1989, Síða 102
352
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
SKÍRNIR
um, að Þjóðverjar væru öðrum þjóðum fremri. í þessu skyni var
nauðsynlegt að tjalda því sem til var og hefja fornar hetjur á stall.
Þessi viðleitni tók á sig ýmsar kostulegar myndir. Ein var sú að
koma þeirri sannfæringu inn hjá lýðnum, að þýska þjóðin væri af-
springur þeirra kappa, sem rómverski rithöfundurinn Tacitus
frægði í bók sinni Germaníu á fyrstu öld eftir Krist. Þar eð ekki
reyndist unnt að færa haldbær söguleg rök fyrir þessari skoðun,
settu postular nasismans fram þá kenningu, að hér væri ekki um
sögulega samfellu, heldur „andlegan“ og „sálrænan“ arf að ræða.
Einn kunnasti talsmaður þessa sjónarmiðs, Otto Höfler, hélt því
fram að þessi arfur hefði farið um hendur ýmissa þjóða í sögunni.
Mest um vert væri þó, að hann hefði á endanum hafnað í höndum
Þjóðverja.3 Hér væri um að ræða menningararf, sem bæri í sér
göfugustu eðlisþætti hins germanska og þýska kyns.
Þessi hugmynd ein og sér er um margt dæmigerð fyrir þá rök-
leiðslu sem menningarpostular nasismans færðu sér í nyt. I fyrsta
lagi ber þess að gæta, að „samfellukenningar" eru meðal erfiðustu
vandamála sem við er að glíma í hugvísindum. Það hefur löngum
vafist fyrir sagnfræðingum að færa rök fyrir „sögulegri samfellu“,
enda hugtök á borð við samfellu og „rof“ vægast sagt viðsjárverð
fyrirbæri í þeim fræðum.4 Þar við bætist, að allt tal um „germansk-
an arf“ gerir ráð fyrir því að merking hugtaksins „germanskur"
liggi á ljósu. Því fer hins vegar víðs fjarri. Rolf Hachmann bendir á
það í grein frá árinu 1975, að það sé ekki einu sinni hægt að henda
öruggar reiður á merkingu þessa hugtaks í málsögulegu tilliti.5
Þeim mun síður er unnt að gefa þessu hugtaki ákveðið menningar-
sögulegt inntak. Hins vegar skeyttu fræðapostular nasismans
hvorki um skömm né heiður þegar notkun hugtaka af þessu tæi var
annars vegar. „Arískur, germanskur, þýskur, norrænn, - þessi orð
eru notuð hvert innan um annað til þess að tákna sama hlut - önd-
vegisþjóðina, „vaxtarbroddinn“, hinn útvalda lýð.“6 Fyrir nasist-
um vakti það eitt að færa sönnur á mikilfengleik og yfirburði hins
þýska kyns, hvað sem allri sögulegri og annarskonar nákvæmni
leið. Þeir hagræddu slíkum hugtökum einfaldlega á þann veg, sem
best hentaði hverju sinni.7
A sama hátt og ýmsir fræðimenn þessa tímabils kappkostuðu að
koma fólki í skilning um, að Þjóðverjar væru réttbornir handhafar