Skírnir - 01.09.1989, Page 103
SKÍRNIR AF GERMÖNSKUM EÐALKVINNUM
353
hins „germanska" arfs, héldu þeir því einnig fram, að einn mikil-
vægasti þáttur þessarar arfleifðar væri sú ritlist, sem stunduð var af
sagnamönnum norður við Dumbshaf á miðöldum. Sú hugmynd,
að bókmenntaarfur Islendinga væri einn af máttarstólpum ger-
manskrar menningar, átti sér reyndar nokkuð langan aðdraganda í
þýskri sögu. Allt frá því að heimspekingurinn Herder samdi grein
sína um „Iðunni og yngingareplið“ á ofanverðri 18du öld, hafði
áhugi þýskra á forníslenskum bókmenntum verið að gerjast. I
grein sinni setur Herder á svið ímyndaða samræðu, þar sem Alfreð
og Freyr eigast við um ágæti norrænnar goðafræði og nauðsyn
þess, að Þjóðverjar geri hana að sinni eigin. Freyr er í upphafi treg-
ur til að fallast á það sjónarmið, að Oðinn, Þór og aðrir rustar úr
goðheimum norrænna manna eigi nokkurt erindi til þýskra. Alfreð
er hins vegar sannfærður um, að Þjóðverjum beri að taka hinum
norrænu goðum fagnandi, enda eigi þeir sjálfir engin goðmögn af
þessu tæi. Hér sé um að ræða goðafræði þjóðar, sem sé ekki ein-
ungis nábúi Þjóðverja, heldur einnig af þýsku bergi brotin („auch
deutschen Stammes").8 Freyr er enn tortrygginn og heldur því
m. a. fram, að goðin geti tæpast átt erindi til þýskra, þó ekki væri
nema fyrir það eitt, að í mörgum þessara sagna andi skelfilega
köldu frá norðurheimskautinu( !).9 Alfreð bendir honum á, að upp-
runi sagnanna skipti ekki öllu máli, heldur hitt, að þær hafi geymt
hinn „hreina þýska málstofn“.i0 Síðar í samræðunni víkur Alfreð
að fornum dyggðum norrænna manna og freistar þess að leiða Frey
fyrir sjónir, að þeir hafi verið göfugastir allra þjóða veraldar.
„Tryggð við vininn til hinstu stundar, hugdirfska og hetjulund í lífi
og dauða, ráðvendni, skírlífi, virðing og vinsemd í garð kvenna,
samúð með lítilmagnanum."11 I þessum orðum telur Herder upp
þær dyggðir, sem löngu síðar áttu eftir að enduróma í verkum
þýskra fræðimanna - í öðru samhengi.
Það sem fyrir heimspekingnum Herder vakir er að efna í undir-
stöður þýskrar þjóðernisvitundar. Hann er þeirrar skoðunar, eins
og sporgenglar hans í þýskri rómantík 19du aldar, að hverri þjóð sé
nauðsyn að eiga sér traustar rætur, sem veita henni næringu og
kraft - sagnabrunn, sem hún er fær um að ausa af til að efla sjálfs-
vitund sína og viljastyrk. Þetta sama sjónarmið var driffjöður
þeirra frægu bræðra Jakobs og Wilhelms Grimms, þegar þeir hófu