Skírnir - 01.09.1989, Side 105
SKÍRNIR AF GERMÖNSKUM EÐALKVINNUM
355
lendinga á söguöld. Og það eru ekki einungis karlhetjur sagnanna
sem eiga að vera fyrirmynd til eftirbreytni í Þriðja ríkinu, heldur
eru þýskar konur jafnframt hvattar til að haga breytni sinni til sam-
ræmis við hinar göfugu formæður sínar í norðri.
I bók sinni Líf forngermanskra kvenna, sem kom út árið 1937,
heldur Ida Naumann því fram, að Islendingar sögualdar hafi verið
ámóta hetjur og frændur þeirra í suðurhéruðum Germaníu, Sax-
landi, Frankaríki, Allemaníu og Bæverjalandi nokkrum öldum
fyrr. Hins vegar séu sagnabrunnar Islendinga gjöfulli en annarra
þjóða, og íslenskar fornsögur glæsilegastur minnisvarði um árdaga
hins germanska kyns. Hvergi sé að finna jafn hrífandi lýsingar á
heilagleik og seiðmagni germanskra kvenna en í þessum fornu sög-
um Islendinga. Að vísu tekur höfundur fram, að nauðsynlegt sé að
leita jafnframt fanga í verkum eldri höfunda, einkum þó og sér í lagi
Germaníu Tacitusar. Slíkt þjóni þeim tilgangi einum að fullkomna
þá glæstu mynd sem dregin sé upp af hinu germanska eðalkvendi í
sögunum. Sem dæmi um verðugan fulltrúa alls hins besta í fari
germanskra kvenna nefnir höfundur Þorgerði, bjargvætt Grettis
Asmundarsonar. Allt hennar háttalag beri vott um þá fínustu
strengi sem bærist í germönskum konubrjóstum. Þorgerður sé per-
sónugervingur allra þeirra eðlisþátta, sem hefji germanskar konur
á stall og skipi þeim á fremsta bekk í veraldarsögunni. „Germansk-
ar konur vilja vera eiginkonur, dætur og verndarar vaskra kappa og
eignast hetjur fyrir syni og afkomendur.“15 Hjónabönd Auðar og
Gísla Súrssonar, Bergþóru og Njáls, eru perlur og eðalsteinar
germanskrar hjónabandssögu. Ida Naumann vísar þeirri kenningu
á bug, að germanskar fornkonur hafi viljað leggja allt í sölurnar til
þess eins að komast í hjónaband. Það hafi síður en svo verið þeim
takmark í sjálfu sér, heldur hitt að eiginmaðurinn væri hetja og
vaskur kappi.
En „germanska konan“ er ekki alltaf ímynd festu og skapgerðar-
styrks. A sama hátt og fegurstu kostir hins germanska kveneðlis
kristölluðust í Auði og Bergþóru, birtist Guðrún Osvífursdóttir
sem merkisberi styrks og veikleika þessa eðlis í senn. Hún er í tygj-
um við göfugasta mann síns tíma, lendir í deilum og útistöðum við
karl sinn Þorvald, elskar Kjartan, en giftist Bolla fyrir orð föður
síns. Þegar Kjartan særir stolt hennar með því að skipa Hrefnu,