Skírnir - 01.09.1989, Síða 106
356
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
SKÍRNIR
konu sinni, skör ofar, turnast ást hennar í logandi hatur. Af djúpri
sálarneyð leiðist hún til rangrar breytni og er ekki í rónni fyrr en
Kjartan hefur goldið fyrir smánina með blóði sínu. Þar með særir
hún sjálfa sig djúpu, blæðandi hjartasári; þessi harmsögulegu örlög
gera hana að stórfenglegum fulltrúa þeirra þverbresta, sem vart
verður í hinni germönsku konusál. Guðrún er einnig ljóslifandi
dæmi þess, hve germanskar konur taka höggum örlaganna og áföll-
um sínum með ískaldri ró. Það ber og sjaldan við, að germanskar
konur felli tár. Varla finnast heldur þær konur í veraldarsögunni,
sem eru jafn reiðubúnar að fórna sér fyrir afkvæmi sín og kvenhetj-
ur Islendingasagna. Þar má nefna Ásdísi, móður útlagans Grettis,
að ógleymdri Helgu, konu Harðar Hólmverja, sem leggst til sunds
með syni sínum, eftir að bóndi hennar hefur verið veginn.
Sumir þeirra kosta, sem íslenskar fornkonur eru gæddar, prýða
reyndar formæður þeirra í Germaníu Tacitusar. Það er ekki leiðum
að líkjast, því konum í þeirri bók er ekki fisjað saman. A sama hátt
og íslenskar konur sögualdar eru þær dyggar fylgikonur eigin-
manna sinna og sona og koma þeim til hjálpar, þegar mikið liggur
við. „Til mæðra sinna og eiginkvenna flýja þeir með sár sín og eigi
skirrast þær við að telja benjarnar eða að grandskoða þær. Þá flytja
þær bardagamönnum snæðing og eggjunarorð."16 Sem dæmi um
líkindi þeirra kvenna, sem Tacitus lýsir í Germaníu og háttalags ís-
lenskra kvenna á söguöld, nefnir Ida Naumann vaska framgöngu
Freydísar, dóttur Eiríks rauða. Þrátt fyrir að þessi germanska
kvenhetja sé komin að burði og stirð til gangs af þeim sökum, vílar
hún ekki fyrir sér að bjóða villtum skrælingjum byrginn:
Freydís kom út og sá er þeir héldu undan. Hún kallaði: „Hví rennið þér
undan slíkum auvirðismönnum, svo gildir menn er mér þætti líklegt að þér
mættuð drepa þá svo sem búfé? Og ef eg hefði vopn þætti mér sem eg
mundi betur berjast en einnhver yðvar.
Þeir gáfu engan gaum hvað sem hún sagði. Freydís vildi fylgja þeim og
varð hún heldur sein því að hún var eigi heil. Gekk hún þá eftir þeim í skóg-
inn en Skrælingjar sækja að henni. Hún fann fyrir sér mann dauðan, Þor-
brand Snorrason, og stóð hellusteinn í höfði honum. Sverðið lá hjá honum
og hún tók það upp og býst að verja sig með. Þá koma Skrælingjar að henni.
Hún tekur brjóstið upp úr serkinum og slettir á sverðið. Þeir fælast við og
hlaupa undan og á skip sín og héldu á brottu.17