Skírnir - 01.09.1989, Side 107
SKÍRNIR AF GERMÖNSKUM EÐALKVINNUM
357
Þessi lýsing kemur heim og saman við lýsingu Tacitusar á því,
hvernig konur forngermana nota sama líkamspart til að stappa stál-
inu í eiginmenn sína: „Það erífrásögurfært, að herflokkar nokkur-
ir, sem teknir voru að hörfa undan og gugna, hafi verið réttir við af
konum með staðfestu og bænum; hafi þær otað fram berum brjóst-
unum og um leið leitt hermönnum fyrir sjónir yfirvofandi ánauð
sína, er þeir óttast miklu meira vegna kvennanna en sjálfra sín.“18
Þessi lauslega endursögn á fáeinum dráttum í þeirri mynd sem
Ida Naumann dregur upp af mikilfengleik íslenskra kvenna á sögu-
öld er vísbending um, hvernig postular þjóðernishyggjunnar lyftu
ekki einungis körlum, heldur einnig kvenhetjum íslendingasagna á
stall. Lýsing Idu Naumanns á tiginleik og yfirburðum germanskra
kvenna gagnvart konum annarra þjóða er síður en svo hneykslun-
arhella, sé hún skoðuð ein og sér. Hins vegar ber að gæta þess, að
slík skrif voru til þess gerð að upphefja ákveðinn kynþátt og gylla
hann á kostnað annarra. Það var sú hugsun sem undir bjó. Nasistar
lögðu áherslu á, að konur stæðu við hlið karla sinna í baráttunni,
ekki síst eftir að eldar ófriðar höfðu verið kyntir og þýskar konur
fengu það hlutverk að ala önn fyrir börnum sínum og öðrum þeim
sem ekki voru færir um að bera vopn. Þá reið á að stæla viljann og
kæla geðið, enda ekki lengur rúm fyrir „mjúku gildin" og meyra
lund.
Það er víða áberandi, þegar postular þjóðernishyggjunnar tefla
fram kostum og dyggðum íslenskra kvenna á söguöld, hversu ríka
áherslu þessir höfundar leggja á sjálfstæði og staðfestu umræddra
kvenna. I riti sínu Germönsk frædi í menningarbaráttunni, veitist
þýski norrænufræðingurinn Bernhard Kummer að því sjónarmiði,
að germanskar konur hafi verið einskonar ambáttir og eltitíkur
karla sinna allt til loka miðalda og ekki haft svigrúm til annars en að
svala holdlegum fýsnum bardagaglaðra kappa. Til að hrekja þá
skoðun vísar Kummer til þeirra kvenna, sem hafa sig í frammi á síð-
um Islendingasagna. Til stuðnings máli sínu bendir hann á Unni,
Bergþóru, Auði og fleiri frægar persónur, sem hann telur Ijóslif-
andi vitni þess, að germanskar konur hafi haft margt annað að sýsla
en að hugnast körlum sínum. Sömuleiðis vísar hann til Laxdælu,
þar sem segir af frækilegum afrekum Þorgerðar, móður Höskulds.
Með slíkum dæmum vill Kummer slá vopnin úr höndum þeirra,