Skírnir - 01.09.1989, Page 110
360
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
SKIRNIR
ast og gleðjast. Kvenpersónur Gamla testamentisins eru hins vegar
annað hvort brynnandi músum í sífellu, eða svo ólmar af kæti, að
þær kunna sér ekkert hóf. Islenskar konur sögualdar vanda valið,
þegar þær heita karli tryggðum. Kynsystur þeirra af gyðingaættum
eru leiksoppar karla og ganga kaupum og sölum. Þær eru fullar af
hégómagirnd og snurfusa sig og pússa í síbylju. íslenskar konur eru
á hinn bóginn smekkvísar og hófsamar í klæðaburði og snyrtingu.
Þar við bætist, að gyðingakonur Gamla testamentisins eru margar
hverjar hórur, en kvenhetjur íslendingasagna ímynd ráðvendni og
siðprýði. Þær síðarnefndu koma til dyranna eins og þær eru
klæddar, en gyðingakonur Biblíunnar eru aftur á móti lævísar og
undirförlar. Þær eru gefnar fyrir dufl og daður og gjarnar á að draga
saklausa karlmenn á tálar.
Þetta eru í stuttu máli niðurstöður rannsóknar hins þýska kyn-
þáttasálfræðings á ólíku atgervi þessara tveggja kynþátta kvenna.
Máli sínu til stuðnings tilgreinir höfundur ótal dæmi úr miðaldarit-
um íslendinga og Gamla testamentinu, sem of langt mál yrði upp
að telja. Það skiptir heldur ekki sköpum í þessu sambandi, hvort
höfundur fer rétt eða rangt með þær heimildir, sem um ræðir. Það
sem mestu varðar er sá tilgangur, sem fyrir honum vakir. Með
rannsókn sinni vill Fritz Arlt leggja sitt af mörkum til skilnings á
„uppruna norrænnar hugsunar“, jafnframt því sem honum er í
mun að efla þekkingu manna á gyðingdómnum. Með þessari at-
hugun telur hann sig hafa unnið þarft verk í þágu nasismans. „Ég
er sannfærður um, að þessar niðurstöður eru jafnframt til þess
fallnar að verða nasistakonum og stúlkum samtíðarinnar leiðarljós
og auðvelda þeim að miða kvenlega breytni sína og tilvist alla við
frummyndir og andstæður hins norræna eðlis.“22 Slíkri speki var
ætlað að renna stoðum undir þá trú, að þýskar konur væru gerðar
úr dýrari málmi en kynsystur þeirra frá Gyðingalandi. Og það var
í fullu samræmi við þá meinlegu firru nasista að Gyðingar væru
óæðri kynstofn en Germanir.
Höfundur þakkar Vísindasjóði fyrir að hafa veitt honum stuðning til að
kanna þetta efni. Ennfremur stendur hann í þakkarskuld við Kurt Schier,
prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Miinchen, sem hefur gefið
honum margvíslegar ábendingar og verið honum innan handar við rann-
sóknir.