Skírnir - 01.09.1989, Qupperneq 113
SKÍRNIR
ÍSLENSK VIÐBRÖGÐ . . .
363
haíði verið stofnað að lögum og stuðningsmenn þess höfðu farið
með sigur af hólmi í almennum þingkosningum í febrúar 1936.
Það er söguleg staðreynd, að árin þrjú, sem átökin stóðu (frá 18.
júlí 1936 til apríl 1939), beindist áhugi allra Evrópubúa að stefnu-
miðum, sem urðu svo skömmu síðar einnig tilefni vopnaviðskipta
annars staðar í Evrópu, heimsstyrjaldarinnar síðari. Fræðimenn í
evrópskri nútímasögu verða því að kynna sér þennan kafla í sam-
tímasögu Spánar.
A Islandi, sem og í öðrum Evrópulöndum, fór fljótlega að gæta
þess, sem kallað var „spænska vandamálið“. Átökin á Spáni náðu
út fyrir landamærin og höfðu áhrif á fasistaríkin annars vegar, þar
með talið Portúgal, sem studdu uppreisnarmenn allt frá byrjun, og
hins vegar í minna mæli á Sovétríkin og Frakkland og síðan á
Bandaríkin, Mexíkó, England og ýmis önnur Evrópuríki. Þessi
ríki, sem hér voru talin, beittu áhrifum sínum með þátttöku í al-
þjóðanefnd gegn afskiptum á Spáni en afleiðingar starfa hennar
verða ekki tíundaðar hér
Þátttaka Islendinga í átökunum var ekki sambærileg við aðild
annarra Evrópuþjóða, sem áttu meiri hlut að málum, en ég held þó
að segja megi með nokkrum sanni, að borgarastyrjöldin hafi haft
bæði bein og óbein áhrif á íslandi, sem ollu umróti og breytingum
í þjóðfélaginu þessi þrjú ár, sem stríðið stóð.
Að því er snýr að uppreisnarmönnum eru til þrír meginvitnis-
burðir Islendinga, sem lentu í atburðarásinni á Spáni: frásögn
Helga P. Briems sendifulltrúa, er þá starfaði einkum að fisksölu-
málum og komst klakklaust frá Spáni sem næst fyrir tilviljun,1 frá-
sögn Björns Halldórssonar kaupsýslumanns, sem lenti í hringiðu
stríðsins þar sem hann var við nám í viðskiptafræðum í Valladolid-
borg2 og vitnisburður ónafngreinds Islendings í Bilbao, sem lýsir
því hvernig stríðið barst þangað og hvernig honum tókst eftir dá-
litla erfiðleika að komast frá Spáni.3
Fjórir beinir vitnisburðir eru til úr herbúðum lýðveldissinna,
fyrst og fremst orð Hallgríms Hallgrímssonar, en einnig Aðal-
steins Þorsteinssonar og Björns Guðmundssonar. Allir tóku þeir
þátt í stríðinu með alþjóðlegu herdeildunum, en hinn síðastnefndi
hefur ekki látið nein skrif eftir sig, svo vitað sé.4 Þá er og vitnis-
burður Björns Franzsonar ólíkur hinum fyrri; hann kom þannig