Skírnir - 01.09.1989, Síða 114
364
AITOR YRAOLA
SKÍRNIR
við sögu að hann sat alþjóðaþing rithöfunda, sem haldið var í Val-
encia 1937, einmitt sem tákn um baráttu byltingarmenningarinnar
gegn villimennsku styrjaldarinnar.5 Sérstæður vitnisburður, sem
erfitt er að flokka, er frásögn Halldórs Laxness, sem fjallað er um
hér á eftir. Einnig er vitað, að norsk-íslenski læknirinn Gunnar
Fredrik Finsen tók þátt í Spánarstyrjöldinni í liði lýðveldissinna og
starfaði á sjúkrahúsi í Alcoy frá febrúarmánuði til september 1937,
eins og getið er í Lœknatali,6 Ekki er til þess vitað, að hann hafi
skrifað um dvöl sína á Spáni.
Loks mætti geta hér vitnis, sem telja verður í hæpnara lagi: aðal-
persónunnar í bók Dags Austan, íslenzkur œfintýramaður í styrj-
öldinni d Spáni [Rvík 1938, skrifuð á Atlantshafi-Dalvík veturinn
1936-37]. Þetta er eina íslenska skáldsagan um borgarastyrjöldina
á Spáni. Hún er alls níu kaflar og hefur lítið bókmenntalegt gildi.
Efni hennar er á þá lund, að lýst er ævintýrum Islendings, sem fell-
ur sífellt í hendur illmannlegra byltingarnefnda. I þeim eru m. a.
Norðmenn, sem vinna hvers konar ódæðisverk, enda er borgara-
styrjöldinni lýst með ófögrum orðum: „hann var sannarlega píslar-
vottur byltingar í framandi landi, og byltingin hélt áfram, með
manndrápum og hryðjuverkum, framin af siðlausum, útlendum
skríl, sem engin tök voru á að stöðva“.7
Hér hafa verið taldar beinar frásagnir Islendinga, sem voru á
Spáni í stríðinu. Þar að auki er til fjöldi óbeinna vitnisburða, sem
gerð verða skil síðar. Athugun á þeim skrifum, sem fundu sér far-
veg í blöðum þessara ára, leiðir í ljós mjög mismunandi myndir af
borgarastyrjöldinni eftir því hvaða blöð eru lesin. Ahrif stríðsins á
Islandi voru margvísleg, og áhugi almennings mikill á framvindu
mála, ekki síst vegna þess að Islendingar voru helstu útflytjendur
saltfisks til Spánar þessi ár. Nær daglegar fréttir voru af stríðinu í
blöðum, og það olli deilum í íslensku stjórnmálalífi. Margar blaða-
greinar voru ritaðar um stríðið, bréf birt, ljóð8 og þýðingar, sem á
vissan hátt hlutu að hafa áhrif á almenningsálitið þessi ár, sveigja
það til fylgis við annan hvorn deiluaðila. Aður var greint frá þátt-
töku Islendinga í alþjóðaherdeildum til varnar lýðveldinu. Birt
voru ljóð í dagblöðum, skrifuð bók um borgarastyrjöldina9 og
hér eins og annars staðar á Norðurlöndum var efnt til fjársöfnunar
oftar en einu sinni til stuðnings þeim, sem áttu um sárt að binda