Skírnir - 01.09.1989, Síða 115
SKÍRNIR
ÍSLENSK VIÐBRÖGÐ . . .
365
vegna stríðsins. Almennir íslenskir lesendur neyddust til að leggja
hart að sér til að skilja landafræði Spánar, og stríðið hafði meira að
segja áhrif á íslenska tungu með ótal örnefnum og hernaðarlegum
hugtökum; áhrifa þeirra gætti jafnvel á orðfæri íslenskra
stjórnmálamanna þessi ár.10
Til að gera nákvæma könnun á þessum margvíslegu áhrifum
verða tekin til athugunar dagblöðin Morgunblaðid, Vísir, Tíminn,
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn, ýmis vikurit og önnur tímarit. Þessar
og aðrar heimildir, sem getið verður, munu leiða í ljós íslensk við-
brögð við stríðinu.
I fyrsta lagi hafa verið kannaðar fréttir og greinar í áðurnefndum
dagblöðum frá 18. júlí 1936 til 1. apríl 1939, og er þá miðað við lok
herforingjauppreisnarinnar, er æðsti fulltrúi stjórnarinnar var
handtekinn í Marokkó, og tilkynningu Francos: „stríðinu er lok-
ið“.
I töflu 1 sést sá fjöldi daga (þ. e. tölublaða) þegar fréttir eru birtar
af stríðinu í dagblöðum.
Tafla 1
1936 1937 1938 1939
Alþýðublaðið 130 196 102 5
Morgunblaðið 133 174 73 52
Þjóðviljinn 45* 190 168 49
Vísir 117 177 71 30
Tíminn ................................... 5 1 3 7
* Við þessa tölu má bæta fréttum í dagblaðinu Verkalýðsblaðið, sem
prentar, milli 18. júlí og 30. október 1936, samtals 30 fréttir. Það myndi
breyta tölunni í 75.
I þessari töflu eru taldar fréttir frá Spáni án þess að tillit sé tekið
til lengdar þeirra, staðsetningar í blaðinu, fyrirsagna, meðfylgjandi
mynda eða uppdrátta, en þessi atriði geta vitaskuld haft áhrif á
skoðanir lesenda. Fréttir af stríðinu á Spáni taka samkvæmt þessu
mjög mikið rúm í blöðunum þau ár, sem stríðið var í algleymingi,
1936-38, og má segja, að annan hvern dag hafi birst einhver frétt af
gangi stríðsins. Tíminn er undantekning, enda var nær einungis
skrifað um innanlandsmál í hann ef frá er talinn fastadálkurinn
„Utan úr heimi“. Fréttatíðnin fylgir gangi mála á Spáni, svo sem
búast mátti við.
24 — Skírnir