Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 119
SKÍRNIR
ÍSLENSK VIÐBRÖGÐ . . .
369
Sinclairs They Shall Not Pass. A Story of the Battle of Madrid.n
Þetta er vitaskuld skáldverk, en hefur skýrar félagslegar og hug-
myndafræðilegar skírskotanir. I Þjóbviljanum er 41 grein árið 1937
af þessu tagi, Morgunblaðið birtir einungis 8, en hins vegar mjög
margar fréttir. I Vísi birtust fáar greinar, sem tóku pólitíska af-
stöðu, en að jafnaði voru þær sama sinnis og greinahöfundar Morg-
unhlaðsins}2 Niðurstaðan er því sú að blöð „vinstrimanna“ birta
margar fréttir og jafnframt margar fréttaskýringar, en í blöðum
„hægrimanna" eru einkum fréttir, en fáar greinar þar sem kafað er
undir yfirborðið og kveðnir upp dómar.
Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir mikilvægustu greinum
í blöðum og farið eftir stafrófsröð dagblaða.
16 greinar birtust í Alþýðublaðinu árið 1936, en mesta athygli
vekja tvær greinar eftir Halldór Laxness.131 hinni fyrri lýsir hann
því, er flokkur falangista rænir þingmanni lýðveldisstjórnarinnar á
Kanaríeyjum. Þar voru skáldið og þingmaðurinn farþegar á ensku
skipi á leið til Buenos Aires, en þangað var Laxness að fara á rit-
höfundaþing. Falangistar hótuðu að taka manninn af lífi um borð,
ef hann yrði ekki framseldur, og að sprengja skipið í loft upp, þótt
Bretar væru hlutlausir í stríðinu. Af þessum sökum ákváðu rit-
höfundarnir á skipinu að skýra frá þessum atburðum í blöðum,
þegar þeir kæmu heim. I seinni greininni lýsir skáldið viðræðum
sínum við fasískan kaupsýslumann, sem var á leið heim til Lissa-
bon, um persónulega afstöðu til fasismans og birtir mótmæli kaup-
mannsins við ummælum í Morgunblaðinu, sem hann taldi rangt
eftir sér höfð.
Næstu ár er síendurtekin beiðni um fjárhagsaðstoð til bág-
staddra á yfirráðasvæði lýðveldissinna, sem Alþýðublaðið kom á
framfæri.14 Birt er viðtal við Halldór Laxness, þar sem hann lýsir
yfir einörðum stuðningi við lýðveldið og spænsku þjóðina,15 og
greinar, þar sem m. a. kemur fram ásökun á hendur ritstjórn Morg-
unblaðsins fyrir að taka afstöðu með uppreisnarherforingjunum.16
I Alþýðublaðinu eru einnig frásagnir verkalýðsfulltrúa, sem sendir
höfðu verið til Spánar,17 hlutlægar frásagnir erlendra blaðamanna
eða vitna að atburðum á vígvöllunum,18 og lýsing á afstöðu þeirra
til lýðveldisins.19 Loks skal hér tilgreind nafnlaus grein,20 þar sem
fyrsta sinni er talað um tilvist „íslensks falangisma“.