Skírnir - 01.09.1989, Page 120
370
AITOR YRAOLA
SKIRNIR
Fullyrða má, að sú afstaða, sem birtist í Alþýbublabinu, sé ekki
einhlít vörn fyrir málstað verkamanna, heldur blandast saman sam-
úð verkamanna með stéttarbræðrum sínum á Spáni og vörn fyrir
málstað lýðveldisstjórnarinnar, sem var lögleg stjórn landsins. Auk
þess gefur að líta meira og minna hlutlægan vitnisburð um hernað-
araðgerðir. I þessu samsafni eru athyglisverðastar skoðanir Hall-
dórs Laxness, þýðingin á skáldsögu Sinclairs og beiðnirnar um
fjárhagsaðstoð til spænskrar alþýðu.
Skrif Morgunblabsins eru, þegar á heildina er litið, til varnar
málstað uppreisnarmanna. Lögð er áhersla á „rauðu“ ógnina og
villimennskuna en jafnframt á það að varðveita beri hlutleysi, hvað
sem það kosti. Árið 1936 var haft viðtal við fyrrverandi leiðtoga
lýðveldisstjórnar, Aniceto Alcalá-Zamora,21 sem var tekið í
Reykjavík, er hann kom þar á tundurspilli. Blaðið birtir ævisögur
hershöfðingjanna Francos og Molas.22 Fyrrverandi dómsmálaráð-
herra íslands fellir harða dóma um glæpi og agaleysi á yfirráða-
svæði lýðveldissinna23 og tvær greinar eru eftir Winston
Churchill,24 sem krefst algjörs hlutleysis. Áfellisdómur er kveðinn
upp yfir Alþýbublabinu fyrir að standa fyrir fjársöfnun á Islandi;
m. a. er talað um „brjálsemi Alþýðublaðsins“.25Birtarerufrásagnir
sjónarvotta, Helga P. Briems, sem slapp með ævintýralegum hætti
frá hermönnum lýðveldissinna,26 og ónafngreinds Islendings,27
sem staddur var í Bilbao, þegar stríðið skall skyndilega á. Hann lýs-
ir m. a. fundi sínum og varðsveitar, sem yfirheyrði hann á
„basknesku". Síðar komst hann heill á húfi heim.
Árið 1936 birtast í Morgunblabinu ýmsar óbeinar frásagnir
blaðamanna, og í þeim flestum er lögð áhersla á villimennsku og
grimmdarverk vinstrimanna.28 Ein grein er prentuð eftir Winston
Churchill, og hann heldur því fram, að agi og regla fylgi uppreisn-
armönnum.29
I Morgunblabinu 1937 birtist viðtal við spænska heimspeking-
inn Miguel de Unamuno sem Þórhallur Þorgilsson þýddi úr
frönsku. Unamuno var þá aldraður maður, rektor háskólans í Sala-
manca, og kvaðst vera á bandi uppreisnarmanna, sem fær reyndar
ekki með öllu staðist.30 I skrifum blaðsins þetta ár vekur annars at-
hygli frásögn Björns Halldórssonar, sem lokaðist inni í borginni
Valladolid í upphafi stríðs. Björn lýsir með raunsæjum hætti óttan-