Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 121
SKIRNIR
ÍSLENSK VIÐBRÖGÐ . . .
371
um, sprengjuárásum og bardögum, sem hann varð vitni að,
skothríð, sem hann lenti í á borgartorgi og slapp heill frá fyrir
hreina tilviljun.31 I blaðinu birtist einnig þetta ár frásögn blaða-
manns, sem greinir frá aðstæðum ítalskra hermanna, sem tældir
voru til vígstöðvanna á Spáni. Þessi grein er í andstöðu við megin-
stefnu blaðsins, að styðja Franco.32
Frá árinu 1938 stendur upp úr rannsóknargrein á mikilvægi salt-
fiskútflutnings S. I. F. til Spánar. Olafi Proppé tókst að selja í
Barcelona háu verði helming þess saltfisks, sem til var á Islandi.
Lýðveldisstjórnin keypti fiskinn, en þess er raunar ekki getið í
greininni.33 I kjölfar þessarar greinar fylgdi ritstjórnargrein, þar
sem íslenska ríkisstjórnin var eindregið hvött til að taka upp sam-
band við stjórn Francos til að stefna ekki í hættu mikilvægum
markaði.34
Loks skulu nefndar hér greinar, sem Pétur Ólafsson skrifaði
1939 og varaði við „rauðu villimennskunnni“. Ekki er þar að öllu
leyti rétt farið með staðreyndir, t. d. eru þar rangfærslur um kosn-
ingar í febrúar 1936. Kenning Péturs er sú, að hlutleysissamþykkt-
in hefði komið í veg fyrir að stríðið breiddist út í Evrópu og hjálp
þýskra og ítalskra fasista við Franco hafi verið svar við aðstoð
Sovétmanna við lýðveldissinna.35
I Lesbók Morgunblaðsins birtist ein grein um Spánarstríðið 36og
eina ljóðið um stríðið í því blaði, „Styrjöldin á Spáni“ eftir Guð-
mund Friðjónsson á Sandi.37
A heildina litið er Morgunblaðið hallt undir sjónarmið uppreisn-
arherforingjanna. Þar birtast mjög íhaldssamar og jafnvel aftur-
haldssamar skoðanir. Persónulegar frásagnir eru fullar af æsilegum
og ógnvekjandi atburðum.
Að Alþýðublaðinu slepptu er mest af greinum með hugmynda-
fræðilegum áherslum í Þjóðviljanum, og þar eru harðorð ummæli
birt um þá sem eru ekki á sama máli. Blaðið sakar auðmenn Islands,
sem „Thorsararnir-Claessen“ eru fulltrúar fyrir, um að vera á
bandi fasismans, þeir vilji skapa „íslenskan falangisma“; „öll þjóð-
in veit að Morgunblaðið stendur með Franco“.38 Þjóðviljinn 39
ræðst á Vísi og kallar útgefendur blaðsins „braskaraklíkuna kring-
um Morgunblaðið“þ° og sakar jafnvel Alþýðublaðsmenn um að
styðja fasista. Margar greinar af hugmyndafræðilegum toga birtust