Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 122
372
AITOR YRAOLA
SKÍRNIR
í Þjóbviljanum, flestar um spænska kommúnistaleiðtoga,41 en fram
úr skara tvær greinar eftir Björn Franzson um alþjóðaþing rithöf-
unda í Valencia 1937 og fjögurra daga dvöl hans í Madrid.42
Arið 1938 birti Þjóðviljinn fjárbeiðnir til stuðnings lýðveldis-
sinnum,43 en það ár stendur upp úr frásagnaröð eftir Hallgrím
Hallgrímsson.44 Þær birtust síðar á bók,45 sem Hallgrímur skrifaði
meðan hann var í varðhaldi á Litla-Hrauni árið 1941, en hann var
dæmdur til fangavistar, sakaður um að hvetja breska hermenn í
Reykjavík til uppreisnar. Bókin er mótuð af hugmyndum komm-
únista, en að þeim sleþptum er frásögn hans af stríðsrekstrinum
mjög hlutlæg og þó dramatísk. Hann gerði margar athugasemdir
við frásagnir Morgunblaðsins af gangi hernaðarins, enda þekkti
hann margt af eigin raun.
Ekkja Hallgríms, Oddný Pétursdóttir, og einn vina hans, Eggert
Þorbjarnarson, hafa í viðtölum staðfest þau persónueinkenni, sem
birtast í skrifum hans, heiðarleika og skopskyn, sem t. d. kemur
fram í gagnrýni hans á íslenskar blaðafrásagnir af atburðum í Kata-
lóníu, sem hann tók sjálfur þátt í. Hallgrímur var aðdáandi Stalíns
og starfaði í rússneskri verksmiðju, þegar atvinnuleysi var á Is-
landi. Hann var mjög virkur í verkalýðsbaráttu, og var dæmdur til
vistar á Litla-Hrauni, eins og áður var getið. Hann losnaði úr fang-
elsinu í apríl 1942, og haustið eftir tókst hann á hendur ferð um
landið fyrir Sósíalistaflokkinn til að kynna og verja stefnu
flokksins. I nóvember sigldi hann með línuveiðaranum Sæborgu
fyrir Norðausturlandi, en skipið hvarf og hefur að líkindum rekist
á tundurdufl. Sjö manns fórust, og meðal þeirra Hallgrímur, 32 ára
að aldri. Vinir Hallgríms fullyrða, að hann hafi verið „ákaflega
heiðarlegur maður. Hann var sannfærður kommúnisti og lifði svo
til aðeins fyrir hugsjón sína“ og hann var „mjög minnisstæður
maður og sérlega heilsteyptur, viljasterkur og fastur í skoðun-
um“.46 Það leikur enginn efi á því, að skrif þessa alþjóðlega her-
manns og hugsjónamanns skara fram úr því, sem um Spánarstríðið
birtist í Þjóðvilianum, og þau hlutu að móta viðhorf til stríðsins,
sem voru gjörsamlega andstæð - ef ekki fjandsamleg - þeim, sem
haldið var fram í Morgunblaðinu og Vísi.
Hér hefur verið meira fjallað um Hallgrím Hallgrímsson en aðra