Skírnir - 01.09.1989, Side 123
SKÍRNIR ÍSLENSK VIÐBRÖGÐ . . . 373
höfunda, enda er framlag hans einstakt, greinar og bók, sannkallað
barátturit.
Rétt er að geta greina í tímaritum, en talsvert var skrifað um
Spánarstríðið í þau, ekki síst Rétt, en þar birtist greinaflokkur um
gang mála til stuðnings stjórn lýðveldissinna.471 Raubum pennum
birtist einnig greinargóð frásögn af þingi rithöfunda í Valencia.48
Eitt sagnfræðirit hefur verið samið um stríðið á Spáni, Byltingin
á Spáni 1936-1939 (Rvík 1939). Höfundur bókarinnar er fyrr-
nefndur Þórhallur Þorgilsson, virtur bókavörður á Landsbóka-
safni, áhugamaður um rómönsk tungumál. Eftirtektarvert er að
Þórhallur á, auk áðurnefndrar þýðingar, aðeins eina grein í blöðum
og tímaritum öll stríðsárin.49 Einnig er athyglisvert að útvarpsstjóri
felldi niður úr dagskrá útvarps lestur Þórhalls á tilteknum bókar-
kafla, taldi hann brjóta í bága við þann hlutleysisanda, sem útvarp-
ið hefði að leiðarljósi - en um þetta fjallar Þórhallur í lokakafla
bókar sinnar.50 Sömu ritskoðunarreglum var beitt gegn Hallgrími
Hallgrímssyni, en fyrirlestri hans var frestað um ótilgreindan tíma,
vegna þess að samningaviðræður stóðu yfir við stjórn Francos um
framtíð saltfiskútflutnings til Spánar, og útvarpsfyrirlesturinn var
talinn geta orkað á viðræður til hins verra.
Þórhallur Þorgilsson skrifaði tveggja síðna grein í Salamancahá-
skóla árið 195151 og segir þar, að „á Islandi voru birtar margar
greinar og bæklingar með æsingaáróðri Azana, M. Domingo, D.
Ibarruri, I. Prieto og allra í raubu klíkunm'. Hann segir einnig, að
ekkert heildarverk hafi verið gefið út, nema bók hans um „Þjóðar-
hreyfinguna“, „Movimiento Nacional“, og „Frelsisstríðið". Hann
heldur áfram og segir, að „á þessum minnisverðu tímum“ (þ.e. á
Spáni 1951) hafi hann „þýtt á íslensku greinar og yfirlýsingar Fran-
cisco Francos yfirhershöfðingja". Þessar yfirlýsingar og þau
áhersluatriði, sem ég hef auðkennt hér að ofan, finnst mér ítreka
nægilega þá hlutdrægni, sem ræður ferðinni í bók hans.
Niðurstöður
Þegar á heildina er litið sést að skýrt var frá atburðum stríðsins á
Spáni nær daglega. Heimildir eru mjög margar og ólíkar, og vitnis-
burður um atburði oftast óbeinn. íslendingar áttu fáa sjónarvotta á