Skírnir - 01.09.1989, Page 134
384 ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON SKÍRNIR
eftirmenn hans á síðari árum hafa talið sig komast að því að slíkt
væri ógerningur.
Frásagnarmáti Sartons og samtíðarmanna hans einkenndist af
því að rekja atburði sögunnar sem best, segja frá einstökum grein-
um og mönnum í tímaröð, hvernig hver tekur við af öðrum, hver
var fyrstur til að gera hinar ýmsu uppgötvanir og svo framvegis.
Mest áhersla var þá lögð á þær niðurstöður sem standa enn fyrir
sínu, og að nokkru á þær sem höfðu veruleg áhrif fram í tímann.
Þegar ég kenni þetta skeið í þróun vísindasögunnar viðfrásagnir, á
ég ekki síst við að markið var yfirleitt ekki sett hærra en þetta; það
var blátt áfram ekki á dagskrá að smíða kenningar um innri þróun
vísinda, hvað þá að skoða ytri áhrif á þau. Hins vegar er Sarton sem
betur fer skemmtilegur sögumaður, sem fer ekkert í launkofa með
skoðanir sínar á umdeildum atriðum og sýnir lesandanum oft inn í
hugskot sitt.
Skrif Sartons báru þess merki að grunnmenntun hans var á sviði
raunvísinda. Hins vegar var annar af jöfrum vísindasögunnar, rúss-
nesk-fransk-bandaríski fræðimaðurinn Alexandre Koyré (1892—
1964), upphaflega menntaður í sögu heimspeki og trúarbragða.
Hann var nokkru yngri en Sarton, starfaði lengi vel í Frakklandi og
skrifaði á frönsku. Ahrif hans komu því tiltölulega seint fram í hin-
um engilsaxneska heimi.
Fróðlegt er að bera aðferðir og viðhorf þessara tveggja manna
saman í ljósi þess munar sem er á heimspeki og vísindum, heim-
spekisögu og vísindasögu. Kenningar og rit góðra heimspekinga
úreldast ekki þegar tímar líða fram. Þess vegna lesa heimspekinem-
ar ennþá rit þeirra Platóns og Aristótelesar sem hluta af grunn-
menntun sinni, en harla fáir raunvísindamenn þekkja neitt til nátt-
úrufræði Aristótelesar nema þá af misjafnri afspurn. Og þegar
heimspekinemar lesa rit eftir spekinga fyrri tíma er þeim uppálagt
að setja sig í spor þeirra að sem flestu leyti, lifa sig inn í samtíð
þeirra og svo framvegis.5 Þessi munur á viðhorfum í heimspeki og
vísindum endurspeglast að mínu mati í kenningum og starfsaðferð-
um Sartons annars vegar og Koyrés hins vegar,6 og um leið í mis-
muninum á fyrsta skeiðinu í þróun vísindasögunnar og öðru skeið-
inu sem nú skal vikið nánar að.