Skírnir - 01.09.1989, Page 137
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
387
Menn sjá væntanlega í hendi sér að hér er komið að hitamáli af
þeirri tegund sem veldur oft deilum í fræðunum, enda hafa inn-
hverfu- og úthverfusinnar tíðum varla verið í kallfæri hvorir við
aðra. A norðurslóð hefur þessi deila birst þannig til dæmis, að
danskir vísindasagnfræðingar hafa hyllst til innhverfunnar, enda
hafa þeir yfirleitt grunnmenntun í þeirri fræðigrein sem þeir fjalla
um. Sænskir starfsbræður þeirra stunda fræði sín yfirleitt undir
heitinu hugmynda- og lærdómssaga („idé- och lárdomshistoria“)
og styðjast við langa hefð; þeir hafa á hinn bóginn aðhyllst grund-
vallarviðhorf úthverfunnar. Hefur oft orðið neistaflug milli þess-
ara tveggja póla á fundum norrænna vísindasagnfræðinga, og er þá
ekki verra að koma frá útkjálka, velja og hafna og reyna að hafa gott
jarðsamband.10
En eins og víðar í vísindum og fræðum eru það Bandaríkjamenn
og aðrar enskumælandi þjóðir sem ráða ferðinni í vísindasöguiðk-
un á alþjóðavettvangi. Það er einkum með hliðsjón af þróun mála
í þeim löndum sem ýmsir líta á innhverfu og úthverfu sem tvö stig
eða tvo áfanga í þróun vísindasögunnar; bylgjur þeirra rísi og hnígi
hvor á eftir annarri þegar á heildina er litið, þó að einstakar gárur
kunni að ganga á skjön við slíka tímaröðun en gera myndina
kannski bæði skemmtilegri og flóknari um leið.11
Þannig vill svo undarlega til að segja mætti að þriðja skeiðið,
skeið úthverfunnar, hafi byrjað á undan öðru skeiðinu, innhverf-
unni. Ég á við það að brautryðjandaverk úthverfunnar kom út
meðan hugsanagangur fyrsta stigsins var enn ríkjandi, að minnsta
kosti meðal Engilsaxa, löngu áður en þankagangur innhverfunnar
náði yfirhöndinni þar. Þetta brautryðjandaverk var semsé langt á
undan sinni samtíð og hefur ekki sprottið af því „skóli“ eða fræða-
stefna fyrr en á síðustu 10—20 árum. Höfundur verksins var hinn
þekkti bandaríski félagsfræðingur RobertK. Merton (f. 1910) sem
mun hafa lagt gjörva hönd á margt í félagsfræðinni um ævina, svo
að hann hefur jafnvel verið kallaður „Mr. Sociology". En það rit
hans sem hér um ræðir ber heitið Vísindi, tœkni og samfélag í Eng-
landi á sautjándu, öldn og kom fyrst út árið 1938.
I þessu merka riti færir Merton að því sterk rök að samfélags-
þættir og efnahagsmál hafi mjög stuðlað að hinni afdrifaríku efl-
ingu vísinda sem varð í Englandi á sautjándu öld, einkum á síðari