Skírnir - 01.09.1989, Side 139
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
389
ast svo glöggt í kenningum og niðurstöðum þeirra, auk þess sem
þær reynast svo nytsamlegar.16
Merton rekur einnig hvernig þessu var flestu á annan veg farið á
öðrum tímaskeiðum, svo sem á miðöldum, og í öðrum trúfélögum,
svo sem hjá kaþólikkum og múslímum. Einnig er nauðsynlegt að
gera sér ljóst, hér eins og víðar þegar svipað stendur á, að áhrif trú-
arinnar á vísindin voru ekki einhliða, heldur voru áhrifin gagn-
kvæm, og bæði trú og vísindi gegndu mikilvægum hlutverkum í
þeirri þróun samfélagsins í átt til kapítalisma sem átti sér stað á
þessum tíma í Englandi.
Hér verðum við að hafa hugfast að kenning Mertons fjallar að-
eins um eflingu vísinda almennt, en segir alls ekkert um einstakar
uppgötvanir eða niðurstöður. Kenningin fjallar til dæmis ekki um
hugsanleg tengsl milli einstakra trúarsetninga púrítana og lögmáls
Boyles um þrýsting og rúmmál lofttegunda. Það mundi flokkast
undir útúrsnúning að gera kenningunni slíkt upp, enda þótt vitað
sé að Robert Boyle var afar trúaður maður sem lét trúna ráða ýms-
um gerðum sínum, þar á meðal einmitt því að hann sneri sér að vís-
indaiðkunum þótt sjálfmenntaður væri.
Við vitum að kristin trú hefur á ýmsum tímum átt í erjum við vís-
indi, ekki síst á 16. og 17. öld vegna hinna svokölluðu „nýju vís-
inda“. Þetta á bæði við um mótmælendur og kaþólikka; hinir fyrr-
nefndu urðu raunar fyrri til að andmæla Kópernikusi, en kaþólska
kirkjan varð þó til muna þyngri á bárunni áður en lauk. Hér virðist
mér því nokkur þörf á viðbót við kenningu Mertons til þess að hún
gangi fyllilega upp: Hvernig gátu heildarviðhorf vísinda, þar á
meðal heimsmynd þeirra, og bókstafstrú púrítana farið saman?
Svarið felst að mínu mati í því hvers konar vísindi menn kusu að
fást við. Arekstrar vísinda og ritningar takmörkuðust á þessum
tíma við sjálfa sólmiðjukenninguna. Orrustan um hana var afstaðin
og hafði farið fram annars staðar að mestu (Kópernikus, Brúnó,
Kepler, Galíleó og kaþólska kirkjan).17 Þá tók við í Englandi skeið
ýmiss konar tilraunavísinda þar sem beinir árekstrar við Heilaga
ritningu koma ekki fyrir: I þeirri ágætu bók stendur hvergi neitt
um rafmagn, um þrýsting í gösum, um efnahvörf eða um ljósfræði.
Menn gátu því rólegir beitt hugviti sínu og handlagni á þessum