Skírnir - 01.09.1989, Page 143
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
393
byggja á henni ýmsar alhæfingar og útvíkkanir. Því var kannski
ekki nema eðlilegt að menn ætluðu henni sess hins algilda sannleika
sem aldrei yrði haggað.
Skemmst er frá að segja að þessi fallega mynd af tilteknum vís-
indakenningum í sæti hins endanlega sannleika fór fyrir róða á
fyrstu áratugum 20. aldar með tilkomu afstæðiskenningar og
skammtafræði. Og sú saga hefur kennt mönnum þá dýrkeyptu
lexíu að líklega verði aldrei framar hægt að segja að einhver vísinda-
kenning sé endanlegur sannleikur í þeim skilningi sem hér er átt
við: Vísindakenningar hvers tíma tjá aðeins það sem best er vitað á
þeim tíma, og þær geta reynst fallvaltar engu síður en önnur mann-
anna verk.
Þessi boðskapur vísindasögunnar, og um leið reynslunnar til vís-
indanna, um fallvelti kenninganna kann að virðast einfaldur og
ótvíræður. Engu að síður velkjast heimspekingar sem fjalla um vís-
indakenningar oft og tíðum í vafa að óþörfu vegna þess að þeir taka
þennan boðskap reynslunnar ekki nægilega til greina. Vissulega
láta vísindamenn oft eins og ríkjandi kenning sé sannleikur og ekk-
ert annað,27 og það kann að blekkja heimspekingana, þó að í raun
sé aðeins um formlega vinnureglu að ræða.
Af sögunni má draga annan lærdóm ekki síðri um vísindin eins
og þau eru nú. Þá á ég við það að saga einnar fræðigreinar kann að
segja okkur ýmislegt mikilvægt um aðrar greinar eins og þær eru á
vegi staddar á líðandi stund. Hugtakakerfi Thomasar Kuhns getur
hér komið að notum ef mönnum sýnist svo, því að hann talar um
þroskaðar frædigreinar og óþroskaðar („mature and immature
sciences“). Hvort sem við notum þau orð eða ekki, þá þykir mér
ljóst að ýmislegt megi læra til dæmis af sögu stjörnufræðinnar eða
eðlisfræðinnar um félagsvísindi yfirleitt, sögu þeirra, stöðu og
framtíð.
Margt af því sem þykir auðkenna félagsvísindi nú á dögum, svo
sem skortur á viðteknum viðmiðum, afmarkaðir skólar sem deila
sín á milli og svo framvegis,28 var einnig einkenni á eðlisfræði og
stjörnufræði þegar þær voru að slíta barnsskónum, til að mynda
þegar eðlisfræði nýaldar var að mótast á 17. og 18. öld. Og þó að
deilurnar setji ekki lengur svip sinn á raunvísindi í sama mæli og
áður, þá eru þær auðvitað enn við lýði, því að það er einmitt eitt