Skírnir - 01.09.1989, Page 147
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
397
enga sérstaka stund á hana, og eins getur hún orðið fyrir miklum
áhrifum utan frá.31 Við getum líkt þessu við það að borgarmúrar
fræðanna séu lágir, lítið beri á þeim og þeir tálmi lítt umferð.
I rannsóknum á fræðigreinum sem eru á þessu þróunarstigi sýn-
ist mér sem innri og ytri áhrif hljóti að renna saman í eitt svo að
segja sjálfkrafa. Harla lítil þörf sé á að gera greinarmun á innhverfri
og úthverfri söguskoðun í því samhengi og deilur um slík viðhorf
sem einhverjar andstæður hljóti að fæðast andvana. Meðal annars
fela þær í sér verulega hættu á söguskekkju því að persónur sög-
unnar, vísindamenn þessara tíma, hafa ef til vill alls ekki afmarkað
vísindin á sama hátt né heldur eins skýrt og okkur er tamt nú á
dögum.32
Oðru máli gegnir að þessu leyti um sögu fræðigreinarinnar eftir
að hún er orðin „þroskuð“ og sérhæfð þannig að hugtök hennar
eru ekki lengur aðgengileg öðrum en sérmenntuðu fólki. Þá eru
þau að mestu hætt að hafa bein áhrif á menningu eða hugmynda-
heim utan borgarmúra fræðanna og bein áhrif á þau utan frá eru
einnig harla lítil. Hins vegar er viðgangur greinarinnar að sjálf-
sögðu enn háður samfélaginu í kring og sjálfar niðurstöður rann-
sóknanna kunna að hafa veruleg áhrif á samfélagið. Hér getur vís-
indasagnfræðingurinn síðan dregið upp heildstæðar og sannfær-
andi myndir hvort sem hann kýs innhverfuna og skoðar hina innri
þróun eða velur úthverfuna og rannsakar víxlverkunina við samfé-
lagið (umferðina um borgarhliðin; nú eru múrarnir háir!). Lesand-
inn getur svo valið hvora söguna hann vill, allt eftir áhugamálum
hvers og eins.
Lái mér hver sem vill, en mér er enn fyrirmunað að sjá neinar
grundvallarandstæður í þessu, heldur sé ég eingöngu mismunandi
áherslur og mismunandi áhuga sem birtist síðan í verkefnavali.
Gamanið kárnar ekki fyrr en annar hvor aðilinn tekur upp á því að
krefjast einkaleyfis á vísindasöguritun því að hann og hann einn
hafi sagt alla söguna. Því miður eru slíkar kröfur stundum hafðar
uppi, og út af þeim rífast menn.
Ef við reynum að draga saman það sem hér hefur verið sagt um
innhverfu og úthverfu, og þar með um tengsl vísindasögu og al-
mennrar sögu, þá sýnist mér að hin úthverfa hugsun geti dýpkað
skilning okkar á því, af hverju áhugi á tilteknum sviðum vísinda
26 — Skírnir