Skírnir - 01.09.1989, Page 148
398 ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON SKÍRNIR
kviknar eða dofnar á þessum stað og tíma, af hverju hugmyndir til-
tekins vísindamanns fengu hljómgrunn í umhverfi hans þegar í
stað, af hverju aðrar hugmyndir festu engar rætur fyrr en löngu eft-
ir að þær komu fram, og svo framvegis. Við getum jafnvel líka skil-
ið það einhverjum skilningi, af hverju einmitt þessi maður var lík-
legri en einhver annar til að fá þessa tilteknu hugmynd, setja hana
fram og vinna henni fylgi.
A hinn bóginn getur úthverfan engu bætt við skilning okkar á
þeim atriðum sem ráðast til fulls innan borgarmúra vísindanna, svo
sem á tengslunum milli lögmála Keplers og þyngdarlögmáls New-
tons eða milli finkanna á Galapagoseyjum og þróunarkenningar
Darwins. I slíkum atriðum liggur þráður hugmyndanna eingöngu
innan vébanda vísindanna sjálfra og engin þörf að seilast um hurð
til lokunnar. - Þannig fæ ég ekki betur séð en að innhverfan og út-
hverfan séu aðeins gerviandstœdur, því að í raun bæti þessar stefnur
eða aðferðir hvor aðra upp þar sem hina þrýtur.33
Vísindasaga og vísindaheimspeki
Um leið og menn ætla sér að fjalla um vísindasögu, þá gefur auga
leið að þeir hljóta að gera sér einhverja grein fyrir því, hvað þeir
ætla að fella undir hugtakið vísindi. Við höfum meðal annars séð að
þetta hefur áhrif á aðgreininguna milli innhverfra og úthverfra við-
fangsefna. Þannig sjáum við að bragði að vísindasagnfræðingurinn
hlýtur leynt eða ljóst að leggja einhverja heimspeki til grundvallar
störfum sínum, hvort sem honum er það ljúft eða leitt.
A hinn bóginn er það eitt meginmarkmið vísindaheimspekinnar
að afmarka vísindin og komast að því hvernig þau eru eða ættu að
vera. Þegar heimspekingurinn vill lýsa því hvernig vísindin eru, þá
getur hann hæglega þurft að gera ráð fyrir dómi sögunnar, því að
lýsing hans kann að stangast á við tiltekin dæmi úr henni. Þessu
hafa klókir menn lýst þannig að vísindasagan sé rannsóknastofa
vísindaheimspekinnar,34
Sem dæmi um söguna sem prófstein heimspekinnar má nefna
kenningu Karls Poppers um hrekjanleika vísindakenninga. Þessi
kenning er yfirleitt skilin svo að unnt sé að hrekja vísindakenningar
með einstökum athugunum sem stangist á við þær, og slíkur hrekj-