Skírnir - 01.09.1989, Page 150
400
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
SKIRNIR
manna í öðrum fræðigreinum og til almennings, og þarf ekki annað
en að líta á kennsluskrár háskóla og á bókahillur í bókabúðum því
til staðfestingar. Staða vísindasögunnar í heimi fræðanna er því
trygg að mínu mati.
Hér á Islandi hefur vísindasögu ekki verið verulega sinnt undir
því heiti fram að þessu. Engu að síður hafa fræðimenn úr ýmsum
greinum þegar gert ýmislegt sem fella má eftir á undir heitið ís-
lenska vísindasögu. Ekki verður betur séð en að jarðvegur fyrir vís-
indasöguiðkun sé góður á Islandi, meðal annars vegna áhuga þjóð-
arinnar á sögu og frásögnum. Til að mynda hafa margir íslenskir
raunvísindamenn talsverðan áhuga á sögu og vísindasagan er tilval-
in til að sameina áhugasvið slíkra manna, bæði sem áhugamanna og
sem virkra fræðimanna. Einnig gætu margir sem ferðast daglega
utan vébanda raunvísindanna haft gagn af sögu þeirra sem lykli að
þekkingu sem annars væri þeim hulin. Sömuleiðis hef ég hugboð
um, að íslensk vísindasaga geti lagt merk nýmæli til Islandssögunn-
ar.
Vísindasagan er dæmigerð fjölgreinafræði eins og fram hefur
komið í þessari grein, þar sem ég hef rakið órofa tengsl hennar við
vísindin sjálf, við hugmyndasögu og almenna sögu, og við vísinda-
heimspeki. Þar við bætist að iðkun vísindasögu reynir verulega á
tungumálakunnáttu, svo að vart er ætlandi einum manni. Vegna
þess hve boðleiðir milli manna hér á landi eru yfirleitt stuttar, ættu
fjölgreinarannsóknir að henta Islendingum sérlega vel,35 þar á
meðal rannsóknir í greinum eins og vísindasögu. Þetta hef ég raun-
ar þegar fundið á sjálfum mér, þar sem sérfræðingar á ólíkustu
sviðum, allt frá forngrísku til stærðfræði, hafa verið reiðubúnir að
rétta mér hjálparhönd þegar þekkingu mína þraut.
Hitt er annað mál, sem er afar forvitnilegt að hugleiða, að íslend-
ingum kann að henta dálítið annars konar vísindasaga en ýmsum
öðrum þjóðum. Ég hef litið svo til að tiltölulega vafningalaus frá-
sögn muni eiga betur við almenna íslenska lesendur en lærðar út-
listanir á straumum og stefnum í vísindasagnfræðinni sjálfri. Vegna
íslenskrar frásagnarhefðar mundu lesendur á hinn bóginn ekki
kippa sér upp við það að í frásögninni felist ýmiss konar boðskapur
þegar betur er að gáð.36 Sé þetta rétt hjá mér, verður það síðasta