Skírnir - 01.09.1989, Síða 151
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
401
dæmið í þessari grein um það, hvernig tiltekin fræðigrein, hér vís-
indasagan, er háð umhverfi sínu og er um leið hluti menningar-
innar.
Aftanmdlsgreinar
1. Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var í Vísindafélagi Islendinga
29. mars 1989 og endurtekið, svolítið breytt, í Félagi áhugamannaum
heimspeki 23. apríl. Eg þakka Skúla Sigurðssyni baeði fróðlegar um-
ræður og örlæti í heimildaöflun um viðfangsefnið. Skúli hefur skrifað
grein, sem birtist í þessu sama hefti Skírnis, út frá verki mínu, Heims-
mynd á hverfanda hveli. Hann lét mér góðfúslega í té drög að grein-
inni í janúar. Þau urðu mér, ásamt beiðni Vísindafélagsins um fyrirlest-
ur, kasrkomið tilefni til að taka saman hugsanir mínar og annarra um
þessi mál. - Ég þakka ritstjórum Skírnis góðar ábendingar baeði um
efni og orðalag sem betur mátti fara.
2. Enskumælandihöfundar talagjarnan um „chronicle“ eða „narration".
3. Sbr. á ensku interdisciplinary research, dönsku tværfaglig forskning,
sænsku tvárvetenskap.
4. Sjá m. a. Thackray ogMerton, 1975; Kuhn, 1971,148; Sarton 1970a-b;
Nilsson 1984. Nokkuð er vitnað til Sartons í bók minni frá 1986, sjá
atriðisorðaskrá þar.
5. Bertrand Russell segir um þetta: „Þegar menn kynna sér heimspeking,
er hvorki rétt að sýna lotningu né fyrirlitningu, heldur byrja með eins
konar samúð sem tilgátu, þangað til maður getur fundið hvernig það er
að trúa á kenningar hans; þá fyrst ber að endurvekja afstöðu gagnrýn-
innar“ (1967, 58).
6. Um Koyré, sjá að þessu leyti Kuhn, 1977, 11; Corsi, 1983, 8-9;
Nilsson, 1984, 111-112.
7. Sját.d.Harré, 1986, 89-90.
8. Þorsteinn Gylfason (1975) innleiddi um þetta orðið viðmið en mér
þykir viðtak ná betur félagslegu blæbrigðunum í hugtaki Kuhns. Þegar
ég vil spanna blæbrigði beggja íslensku orðanna, tala ég um „viðtekið
viðmið".
9. Kuhn segir sjálfur eftir á um þetta: „Ljóst er að í bók minni er lítt fjall-
að um ytri áhrif, en það ber ekki að skilja sem svo að synjað sé fyrir
tilvist þeirra" (1977, xv).
10. í minnisstæðu erindi á ráðstefnu norrænna vísinda- og hugmynda-
sagnfræðinga í Sonderborg í apríl 1988 sagði danski vísindasagnfræð-
ingurinn Ole Knudsen frá langri námsferð danska eðlisfræðingsins
H. C. Orsteds, þar sem hann fleytti rjómann ofan af kenningum og
viðhorfum eðlisfræðinga í Þýskalandi og Frakklandi, en þeir voru þá
mjög á öndverðum meiði um grundvallaratriði. Knudsen kallaði 0r-