Skírnir - 01.09.1989, Qupperneq 152
402
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
sted í þessu samhengi „eklektisk outsider“ eða utangarðsmanninn sem
velur úr. Slíkt hlutverk gæti væntanlega oft hentað Islendingum.
11. Sjá t. d. Kuhn, 1968, 110, og 1971, 159-61; sjá einnig Corsi, 1983; og
Nilsson, 1984.
12. Science, Technology and Society in Seventeenth Century England, sjá
Merton, 1938 og 1970 (formáli fráþví ári). Sjáeinnig umræðu hjáHall,
1963; hjá Kuhn, 1968, 115-18 og þar í kring; 1971, 134-5; hjá Corsi,
1983,13-16.
13. Merton notar orðið „púrítani“ í víðari merkingu en oftast er gert, um
nær alla hópa mótmælenda í Bretlandi, svo sem biskupakirkjumenn
(anglíkana), kalvínstrúarmenn, öldungakirkjumenn (presbýteríana),
„Independents“, endurskírendur (anabaptista), kvekara og „millenari-
ans“. Um leið og merking orðsins verður svo víðtæk, dofnar sá blær
kreddufestunnar sem títt er að eigna púrítönum. Sjá Merton, 1938,
416.
14. Ágren, 1986,175.
15. Hallgrímur Pétursson, 1944, 261-2.
16. Merton gerði einnig tölulegar athuganir til að reyna að sýna fram á að
púrítanar hefðu átt verulegan hlut að stofnun vísindafélaga í Bretlandi
upp úr miðri 17. öld, en slík félög urðu vísindum mikil lyftistöng bæði
þar og annars staðar í Evrópu. Vegna sviptinga sem þá stóðu yfir í
stjórnmálum og trúmálum í Bretlandi hefur reynst erfitt að henda full-
nægjandi reiður á þessu framlagi púrítana, og er það því enn umdeilt.
- Sjá Corsi, 1983, 14; um almenna breska sögu á þessum tíma sjá t. d.
Ágren, 1986, 154-183.
17. ÞV, 1986 og 1987, einkum 6.-9. kafli.
18. Það voru sem kunnugt er líf- og jarðvísindin sem áttu eftir að heyja
næstu orrustu gegn hinni helgu bók. I þeirri sennu svarf til stáls um
miðja 19. öld, ekki síst í Englandi. Aðdragandann má rekja talsvert
langt aftur. Þannig hafði áhugi á líffræði byrjað að glæðast í Evrópu á
17. öld og á jarðfræði nokkru síðar. Fyrstu skrefin voru hins vegar ekki
stigin í ríki púrítana á Bretlandi, heldur í Frakklandi og víðar.
19. Merton, 1939, 427.
20. Sbr. Stein Steinarr (1964, 201) í kvæðinu „Mannkynssaga fyrir byrj-
endur“:
Undan ferðamannsins fæti
valt steinn úr stað.
Og steinninn hélt áfram að velta,
veistu það?
21. Sjá t. d. Elzinga og Jamison, 1984,170-178.
22. „Nihilism“, sem kom upphaflega fram á 19. öld; hér er átt við þær
merkingar orðsins sem snúa að skorti á gildismati og lífsstefnu, sbr.
umfjöllun Páls Skúlasonar, 1989. Slík tómhyggja fellur ekki að við-
horfum mínum til vísinda.