Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 153
SKÍRNIR VÍSINDASAGAN í HEIMI FRÆÐANNA
403
23. Hressandi undantekning frá helgisögunum er í stuttum texta Stephens
Hawkings (1989, 191-2) um Newton í nýlegri, alþýðlegri bók hans,
Ágrip af sögu tímans, en íslensk þýðing hennar liggur fyrir í handriti
þegar þetta er skrifað. Þar er svo sannarlega ekki skafið utan af brestum
Newtons, enda er bókin ekki kennslubók heldur sjálfstætt og persónu-
legt verk eftir áhrifamikinn vísindamann.
24. Sjá nánar hjá ÞV, 1986,128-9. Þar er einnig fjallað frá sama sjónarhóli
um sólmiðjuhugmynd Aristarkosar frá Samos.
25. SjáKuhn, 1968,120-121.
26. Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkrafturinn milli
tveggja punktmassa jafn ákveðnum stuðli sinnum margfeldi massanna
deilt með fjarlægðinni milli punktanna í öðru veldi. I lögmálinu felst að
stuðullinn sé ávallt hinn sami og er hægt að mæla hann í tilraunum. -
Samkvæmt grundvallarlögmálum rafsegulfræðinnar er hraði ljóss og
annarrar rafsegulgeislunar í tómarúmi ávallt hinn sami og er hann nær
alltaf táknaður með c.
27. Sbr. reglu fastheldninnar („principle of tenacity") hjá Feyerabend, sjá
t.d. Lakatos og Musgrave, 1974, 203: „Það ráð að velja úr fjölda kenn-
inga þá sem virðist bera í skauti sér frjóustu niðurstöðurnar, og halda
fast við þessa kenningu jafnvel þótt hún lendi í verulegum erfiðleik-
um.“
28. A þessu er ágæt lýsing hjá Nilsson, 1984, 129, þar sem hann tekur
sérsvið sitt, sálfræðina, sem dæmi. Hann bendir einnig á að saga
„óþroskaðrar" fræðigreinar eins og sálfræðinnar getur þjónað þeim til-
gangi að skilgreina hana og afmarka, bæði gagnvart öðrum vísindum
og eins gagnvart hugmyndum sem yrðu ekki taldar til vísinda.
29. „The Social and Economic Roots of Newton’s Principia“, í Bukharin,
N. (ritstj.), Science at the Crossroads, endurpr. 1971, London: Cass.
Mér tiltæk í sænskri þýðingu hjá Ambjörnsson, 1972, 90-146. - Dán-
arár Hessens er óvíst því að hann hvarf í hreinsunum Stalíns árið 1937
eftir að hafa verið einn af ötulustu málsvörum afstæðiskenningarinnar
í Sovétríkjunum (Ambjörnsson, 1972,184-5).
30. ÞV, 1987, 9. kafli.
31. Sjá Kuhn, 1971, 134. - Þessi umræða mín kviknaði af athugasemdum
Kuhns en gengur talsvert lengra. Ég er annars sammála Kuhn um að
fullyrðingar um áhrif skammtafræði og afstæðiskenningar á hug-
myndaheim 20. aldar eru oft og tíðum afar langsóttar og orðum aukn-
ar. Helst er að leita undantekninga í læsilegum bókum eftir vel upp-
lýsta heimspekinga eins og Finnann Georg Henrik von Wright, sbr.
bók hans um Vísindin og skynsemina frá 1986, einkum bls. 91-103 (sjá
heimildaskrá).
32. Sjá t. d. Barnes, 1974,110 og þar í kring.
33. Sumir telja að þróun vísindasagnfræðinnar á síðustu árum hafi stefnt í
þessa átt, sjá t. d. Nilsson, 1984,118 og áfram.-Eyjólfur Kjalar Emils-