Skírnir - 01.09.1989, Page 165
SKÍRNIR
HÁSKÓLI: SAMFÉLAG . . .
415
allt sameinað vald á tilliti til þessa tvenns, fá samfélögum og ríkis-
valdi aðeins mjög takmörkuð starfssvið og skyldur en ætla einstak-
lingunum allt forræði og allan rétt utan þessa starfssviðs. Breski
stjórnmálaheimspekingurinn M. Oakeshott telur í bók sinni On
Human Conduct að líta megi á sögu stjórnmálanna sem hugmynda-
átök milli þeirra sem aðhyllast slíka afstöðu og hinna sem telja að
samfélög séu meir í líkingu við Universitas og taki þannig til alls
sem mannlegu lífi viðkemur.
I reynd eru samfélög í myndinni Universitas helguð tilteknum
almennum markmiðum, tilgangi, stefnu eða öðrum tegundum ytri
viðmiða. Þessi viðmið réðu sköpulagi samfélaganna en voru um
leið uppspretta þess skipulags sem komið var á í þeim. Klaustur-
reglurnar eru þannig helgaðar trúnni. Allt samlífi reglufélaganna
miðaðist við trúna og mótaðist af henni, líf þeirra var trúarlíf. Þegar
samfélögum í dag verður jafnað til Universitas er það oft þannig að
þeim eru með sama hætti fengin ytri viðmið og helguð markmið,
svo sem frelsi, alræði öreiganna eða eflingu anda tiltekins kyn-
stofns eða enn trúarlegra líferni. Þegar háskólar eru skoðaðir þann-
ig er ljóst að þeir eru helgaðir þekkingunni og þekkingarleitinni
sérstaklega. Þess verður hér að gæta að þekkingarhelgun háskól-
anna er ekki helgun á tilteknu sviði þekkingarinnar eða leit í til-
teknar áttir, heldur er hún í grundvallaratriðum almenn, nær til
allra sviða og allra þátta þekkingar og leitar að þekkingu.
Eðlilegt er að greina störf í þágu þekkingar í nokkra þætti. Þekk-
ingar er aflað, hún er varðveitt, henni er miðlað og hún er hagnýtt.
Eftir þessu skiptist starf háskóla í rannsóknir, vörslu, kennslu og
þjónustu. Auk þess má svo auðvitað greina þekkingu eftir sviðum
og háskólann þá í deildir þar sem skipað er saman skyldum eða
tengdum fræðigreinum. Eftir þessum skiptingum báðum má kljúfa
þekkingarstörf og jafnvel skipta á milli sjálfstæðra stofnana eða
fyrirtækja að einhverju leyti. Þannig geta háskólar sérhæft sig eftir
sviðum þekkingarstarfsins, að minnsta kosti ef þeir njóta sæmilega
náins sambýlis við aðra háskóla sem sinna öðrum þáttum þekking-
arstarfsins. Þó sýnir reynslan að erfitt er að viðhalda slíkri verka-
skiptingu og sérhæfingu. Þekkingarstarf á einu afmörkuðu sviði
kallar á starf á öðrum sviðum og að öðrum þáttum. Sérskólar verða