Skírnir - 01.09.1989, Page 166
416
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
að háskólum, söfn verða rót að háskólum og jafnvel fyrirtæki sem
stunda rannsóknir og tæknilega þróun hefja háskólafræðslu.
III
Af þessum almennu atriðum um sköpulag háskóla má ráða ýmis-
legt um eðlilegt skipulag þeirra. Ef háskólar eru samfélög og sækja
hlutverk sín til almennra ytri viðmiða og til samlífis þegna sinna, þá
verða þeir að taka á sig skipulag lýðræðislegs réttarríkis. í samfélagi
sem helgað er þekkingarleitinni er ekki hægt að fela tilteknum
mönnum æðstu völd og ítarlegasta ráðstöfunarrétt. Þeim, sem fá í
hendur völd og ráðstöfunarrétt í þessu samfélagi, ber að fara með
þau í nafni þekkingarleitarinnar þannig að lögin sem af henni ráðast
stjórni, en ekki handhafar valdsins eða réttarins. Þar eð þau ein-
stöku markmið, sem setja má undir lögum og reglum þessa samfé-
lags, sundurgreinast mjög og ráðast af kunnáttu og starfi þegna
samfélagsins, verður völdum aðeins eðlilega skipað með lýðræðis-
legum hætti. Hin ytri helgun, þekkingarleitin, setur aðeins almenn
skilyrði um rétta eða hagkvæma breytni, en ákveður hana ekki í
smáatriðum. I samfélagi þekkingarinnar ræðst breytnin af viti og
kunnáttu í einstökum efnum. Enginn einn maður, né heldur neinn
lítill hópur manna ræður yfir svo miklu viti að það dugi á öllum
sviðum þekkingarleitarinnar. Þetta eru svipuð rök og færa verður
fyrir frelsi og lýðræði almennt og þau setja innra skipulagi háskóla
því einnig skilyrði. Þeim rökum má einnig bæta við að háskóli sem
samfélag verður að horfa til allrar velferðar þegna sinna, og þá er
ljóst þar eins og annars staðar þar sem lýðræði verður komið við,
að þegnarnir hver um sig eru hæfastir til að skera úr um hvað er
þeim helst til velferðar. Að svo miklu leyti sem háskólum hefur
tekist að nálgast það að koma þegnum sínum til vitsmunaþroska
eru þeir betur fallnir til lýðræðis en önnur samfélög.
Af því að háskólar verða þannig að vera réttarsamfélög verður að
huga mjög vel að þeim reglum sem þeim eru settar eða þeir setja sér.
Lögin eða reglurnar eru hin raunverulega stjórn í slíku samfélagi og
þá þannig að þegnarnir geti hver um sig tekið mið af lögunum í
breytni sinni. Lagasetningin er þannig mikilsverðasta stjórnsýslu-